Innlent

Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið

Sveinn Arnarsson skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm
Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt.

Frumvarpið var harðlega gagnrýnt af trúarsamtökum gyðinga um alla heimsbyggðina.

Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en allsherjar- og menntamálanefnd vildi að því yrði vísað frá og það sent forsætisráðuneytinu til skoðunar.

Silja Dögg sagði tilgang frumvarpsins þann að verja hagsmuni barna og vildi að málið yrði unnið faglega í ráðuneytinu.

„Ég get sagt að frumvarpið verður ekki lagt fyrir þingið í óbreyttri mynd, það er að segja sem breyting á hegningarlögum,“ segir Silja Dögg „Ég tel það ekki málinu til framgangs. Hins vegar er ég enn áfram um að berjast fyrir mannréttindum barna.“

Þrátt fyrir harða gagnrýni á frumvarpið studdu það um 600 hjúkrunarfræðingar og 400 læknar sögðu að umskurður drengja af trúarlegum ástæðum gengi gegn Genfaryfirlýsingu lækna.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×