Sýrlendingum stefnt norður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. janúar 2019 08:15 Sveitarstjórn Blönduóss með Valdimari O. Hermannssyni sveitarstjóra sem er fjórði frá vinstri. Húsnæðisskortur er nú í sveitarfélaginu. Mynd/Blönduósbær „Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira