Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða að mati framkvæmdastjóra Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Eyþór Arnalds, oddvita sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem segir skýrslu innri endurskoðunar um rekstur grunnskóla borgarinnar áfellisdóm yfir skólamálum í Reykjavík.

Rætt verður við hafnarvörð á Hólmavík en þar hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Strandveiðitímabilinu fer senn að ljúka og líklegt er að ekki náist að fullnýta veiðiheimildir. Strandveiðimenn vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september eða þar til aflaheimild hefur verið náð.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×