Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 10:15 Í Hammarby Sjöstad er ofanvatnið nýtt í leik. Ný rannsókn sem vísindamenn við Árósaháskóla gerðu leiddi í ljós að börn sem alast upp í grænu umhverfi eru í 55% minni hættu á því að þróa með sér ýmsar geðraskanir síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin er stór en æskuslóðir einnar milljónar Dana voru skoðaðar og til þess voru notaðar gervihnattamyndir frá árunum 1985-2013. Þessi gögn voru borin saman við hættuna á því að þróa með sér einhverja af 16 geðröskunum síðar á ævinni. Niðurstaðan varð þessi sláandi tala, 55% minni líkur á geðsjúkdómum. Í niðurstöðunum var tekið tillit til annarra áhættuþátta eins og til dæmis félagslegrar stöðu og ef það var fjölskyldusaga um geðraskanir. Vitað er að hávaði, mengun, sýkingar og slæm félagsleg staða eykur hættuna á geðröskunum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að græn svæði í nágrenni fólks ýta undir hreyfingu og félagsleg tengsl og að það geti hjálpað þroska barna. Þetta eru allt þættir sem hafa áhrif á geðheilsu. Þessi rannsókn sýnir að það eru sterk tengsl á milli lýðheilsu og umhverfis. Þegar börn fá ekki að alast upp í umhverfi sem hefur góð áhrif á þau er verið að ala upp heilu hópana sem líða seinna á lífsleiðinni fyrir það að hafa ekki fengið gott umhverfi í æsku. Dönsku vísindamennirnir segja að tengingin milli góðrar andlegrar heilsu og aðgangs að grænum svæðum í nærumhverfinu sé eitthvað sem þurfi að taka enn meira tillit til en áður í borgarskipulagi til þess að tryggja grænni og heilbrigðari borgir sem bæta geðheilsu borgarbúa í framtíðinni.Konunglegt skógarbað Japanir hafa vitað árum saman að ganga í skógi sé góð fyrir líkama og sál en sífellt bætist í aðdáendahóp skógarbaðsins eins og slík ganga er kölluð. Katrín hertogaynja af Cambridge er á meðal aðdáenda en innblásturinn að garðinum sem hún hannaði ásamt fleirum fyrir blómasýninguna í Chelsea í vor kom frá skógarböðum. „Shrinrin-yoku“ var þróað á níunda áratug síðustu aldar í Japan. Japanir höfðu þó farið í slík skógarböð öldum saman en nýjar rannsóknir höfðu þá leitt í ljós að núvitundargöngur í skógi gætu lækkað blóðþrýsting, lækkað kortisól í blóði og bætt einbeitingu og minni. Efni sem tré og plöntur gefi frá sér hjálpi jafnframt ónæmiskerfinu. Með þessi vísindi að baki ákvað ríkisstjórn Japans að gera skógarböð hluta af opinberri heilsueflingu. Skógarböð á að stunda í forvarnarskyni en 80% Japana búa í borgum. Fyrir fólk sem er mikið inni getur skógarbað hjálpað til við streitulosun og falið í sér kærkomna endurnæringu að loknum annasömum degi. Þarna gefst gott tækifæri til að tengja við náttúruna, hlusta á vindinn og fylla vitin af skógarilmi. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið erfitt að stunda skógarböð á höfuðborgarsvæðinu en nú eru breyttir tímar og skógræktarfélög eru með skemmtileg útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar með fjölbreyttum gönguleiðum. Best er að skilja símann eftir heima og njóta núsins í slíkum göngum.Leikur að vatni Katrín segir að það sé hægt að flétta ýmsum tæknilegum lausnum inn í borgarhönnun til að skapa skemmtilegra umhverfi fyrir börn og fullorðna. „Með loftslagsbreytingum og aukinni úrkomutíðni eru komnar til tæknilegar lausnir til að taka á móti regnvatni sem er hægt að flétta inn í borgarhönnunina,“ segir hún en hönnun eins og þessi kallast blágrænar regnvatnslausnir. „Það er hægt að flétta saman skemmtilegri hönnun, tæknilegum lausnum og í leiðinni skapa eitthvað frjótt í umhverfinu. Þessar lausnir þjóna sínum tilgangi en að sama skapi auka á fjölbreytileika í umhverfinu og flétta saman gróður, leik og nýtingu í borgarumhverfinu.“ Katrín þekkir dæmi um þetta en hún skoðaði hverfið Hammarby Sjöstad í Stokkhólmi í meistaraverkefninu sínu en þar eru mörg dæmi um að vatnið sé notað á skemmtilegan hátt. „Ég fór með börnum í göngutúr um hverfið og bað þau um að sýna mér hvar þau leika sér. Þarna voru svæði þar sem verið var að nýta ofanvatnið í litlum rennum og líka gróðursvæði. Þarna voru regnbeð eins og það er kallað, sem eru beð sérstaklega byggð til að taka við regnvatni en það sér það enginn sem ekki veit það, fólk sér bara fallegt gróðurbeð. Á heitum sumardögum voru krakkarnir að hlaupa í gegnum í einhvers konar gosbrunna, sem var bara leikur hjá þeim en það var samt mikil verkfræðileg lausn á bak við þessa meðhöndlun á regnvatninu.“ Hún segir að þetta sé eitthvað sem við getum gert í meira mæli hér. „Það er hægt að flétta þessa innviðauppbyggingu saman við leik og ákveðið ævintýri, eitthvað sem allir geta fengið að upplifa. Það verður að hanna hvernig við ætlum að takast á við loftslagsbreytingarnar inn í umhverfið. Með hærra hitastigi eigum við eftir að sjá meiri öfgar í veðri,“ segir hún og bætir við að það verði að hanna daglegt umhverfi til framtíðar með tilliti til þess. Heilbrigðismál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Ný rannsókn sem vísindamenn við Árósaháskóla gerðu leiddi í ljós að börn sem alast upp í grænu umhverfi eru í 55% minni hættu á því að þróa með sér ýmsar geðraskanir síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin er stór en æskuslóðir einnar milljónar Dana voru skoðaðar og til þess voru notaðar gervihnattamyndir frá árunum 1985-2013. Þessi gögn voru borin saman við hættuna á því að þróa með sér einhverja af 16 geðröskunum síðar á ævinni. Niðurstaðan varð þessi sláandi tala, 55% minni líkur á geðsjúkdómum. Í niðurstöðunum var tekið tillit til annarra áhættuþátta eins og til dæmis félagslegrar stöðu og ef það var fjölskyldusaga um geðraskanir. Vitað er að hávaði, mengun, sýkingar og slæm félagsleg staða eykur hættuna á geðröskunum. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að græn svæði í nágrenni fólks ýta undir hreyfingu og félagsleg tengsl og að það geti hjálpað þroska barna. Þetta eru allt þættir sem hafa áhrif á geðheilsu. Þessi rannsókn sýnir að það eru sterk tengsl á milli lýðheilsu og umhverfis. Þegar börn fá ekki að alast upp í umhverfi sem hefur góð áhrif á þau er verið að ala upp heilu hópana sem líða seinna á lífsleiðinni fyrir það að hafa ekki fengið gott umhverfi í æsku. Dönsku vísindamennirnir segja að tengingin milli góðrar andlegrar heilsu og aðgangs að grænum svæðum í nærumhverfinu sé eitthvað sem þurfi að taka enn meira tillit til en áður í borgarskipulagi til þess að tryggja grænni og heilbrigðari borgir sem bæta geðheilsu borgarbúa í framtíðinni.Konunglegt skógarbað Japanir hafa vitað árum saman að ganga í skógi sé góð fyrir líkama og sál en sífellt bætist í aðdáendahóp skógarbaðsins eins og slík ganga er kölluð. Katrín hertogaynja af Cambridge er á meðal aðdáenda en innblásturinn að garðinum sem hún hannaði ásamt fleirum fyrir blómasýninguna í Chelsea í vor kom frá skógarböðum. „Shrinrin-yoku“ var þróað á níunda áratug síðustu aldar í Japan. Japanir höfðu þó farið í slík skógarböð öldum saman en nýjar rannsóknir höfðu þá leitt í ljós að núvitundargöngur í skógi gætu lækkað blóðþrýsting, lækkað kortisól í blóði og bætt einbeitingu og minni. Efni sem tré og plöntur gefi frá sér hjálpi jafnframt ónæmiskerfinu. Með þessi vísindi að baki ákvað ríkisstjórn Japans að gera skógarböð hluta af opinberri heilsueflingu. Skógarböð á að stunda í forvarnarskyni en 80% Japana búa í borgum. Fyrir fólk sem er mikið inni getur skógarbað hjálpað til við streitulosun og falið í sér kærkomna endurnæringu að loknum annasömum degi. Þarna gefst gott tækifæri til að tengja við náttúruna, hlusta á vindinn og fylla vitin af skógarilmi. Fyrir nokkrum áratugum hefði verið erfitt að stunda skógarböð á höfuðborgarsvæðinu en nú eru breyttir tímar og skógræktarfélög eru með skemmtileg útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar með fjölbreyttum gönguleiðum. Best er að skilja símann eftir heima og njóta núsins í slíkum göngum.Leikur að vatni Katrín segir að það sé hægt að flétta ýmsum tæknilegum lausnum inn í borgarhönnun til að skapa skemmtilegra umhverfi fyrir börn og fullorðna. „Með loftslagsbreytingum og aukinni úrkomutíðni eru komnar til tæknilegar lausnir til að taka á móti regnvatni sem er hægt að flétta inn í borgarhönnunina,“ segir hún en hönnun eins og þessi kallast blágrænar regnvatnslausnir. „Það er hægt að flétta saman skemmtilegri hönnun, tæknilegum lausnum og í leiðinni skapa eitthvað frjótt í umhverfinu. Þessar lausnir þjóna sínum tilgangi en að sama skapi auka á fjölbreytileika í umhverfinu og flétta saman gróður, leik og nýtingu í borgarumhverfinu.“ Katrín þekkir dæmi um þetta en hún skoðaði hverfið Hammarby Sjöstad í Stokkhólmi í meistaraverkefninu sínu en þar eru mörg dæmi um að vatnið sé notað á skemmtilegan hátt. „Ég fór með börnum í göngutúr um hverfið og bað þau um að sýna mér hvar þau leika sér. Þarna voru svæði þar sem verið var að nýta ofanvatnið í litlum rennum og líka gróðursvæði. Þarna voru regnbeð eins og það er kallað, sem eru beð sérstaklega byggð til að taka við regnvatni en það sér það enginn sem ekki veit það, fólk sér bara fallegt gróðurbeð. Á heitum sumardögum voru krakkarnir að hlaupa í gegnum í einhvers konar gosbrunna, sem var bara leikur hjá þeim en það var samt mikil verkfræðileg lausn á bak við þessa meðhöndlun á regnvatninu.“ Hún segir að þetta sé eitthvað sem við getum gert í meira mæli hér. „Það er hægt að flétta þessa innviðauppbyggingu saman við leik og ákveðið ævintýri, eitthvað sem allir geta fengið að upplifa. Það verður að hanna hvernig við ætlum að takast á við loftslagsbreytingarnar inn í umhverfið. Með hærra hitastigi eigum við eftir að sjá meiri öfgar í veðri,“ segir hún og bætir við að það verði að hanna daglegt umhverfi til framtíðar með tilliti til þess.
Heilbrigðismál Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent