Valencia Basket hefur rift samningi íslenska landsliðsmiðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar.
Tryggvi gekk í raðir Valencia frá Þór á Akureyri 2017. Hann lék 28 leiki með Valencia tímabilið 2017-18.
Á síðasta tímabili var Tryggvi á láni hjá Monbus Obradoiro í spænsku úrvalsdeildinni og var með 3,5 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik.
Tryggvi gaf kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í fyrra en var ekki valinn.
Tryggvi, sem er 21 árs, hefur leikið 33 A-landsleiki. Hann lék með íslenska landsliðinu á EM 2017.
Tryggvi yfirgefur Valencia
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn
