Chelsea áfrýjar banninu til Alþjóða íþróttadómstólsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Leikmenn Chelsea fagna eftir sigur liðsins í Evrópudeildinni á dögunum. Getty/Etsuo Hara Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni. England Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni.
England Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira