Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 19:00 Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira