Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 14:30 Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir æfinguna hafa gengið vel. Nægur mannskapur hafi verið til að nýta allan tækjabúnað liðsins. Mynd/Ágúst Ágústsson Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri. Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira