Jón Steinar segir rektor HR fara með tilhæfulausar dylgjur í réttarsal Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2019 19:06 Jón Steinar segir Ara Kristinn rektor fara fram með ósannaðan rógburð á hendur Kristni Sigurjónssyni. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40
Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00