Tilviljun réði því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. september 2019 22:01 Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tilviljun réð því að hvalaskoðun er gerð út frá Hólmavík. Á þremur árum, frá því starfsemin hófst þar, hefur ferðamönnum farið fjölgandi á svæðinu. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum hafa löngum kalla eftir því að ferðamönnum sé dreift betur um landið. Ferðaþjónusta þar hefur þó, líkt og annars staðar vaxið á síðustu árum, en þó ekki í sama mæli. Í Steingrímsfirði er hvalaskoðun, og þegar fréttastofan var það á ferð á dögunum, var hvalaskoðunarskipið Láki að koma inn til hafnar á Hólmavík, með fullan bát af ferðamönnum. Víðir Björnsson, skipstjóri skipsins, segir það hafa verið hreina tilviljun að farið var að gera út hvalaskoðunarbát frá Hólmavík. „Eigandinn var bara hér á ferðalagi og þegar hann er að koma niður Þröskuldana þá sér hann hvalina blása hérna úti. Þetta var orðinn svona aukabátur þegar nýi báturinn var keyptur í Grundafjörð, þannig byrjaði þetta fyrir þremur árum,“ segir Víðir.Víðir Björnsson, skipstjóri hvalaskoðunarskipsins Láka.Vísir/Stöð 2Eru líka með starfsemi á Snæfellsnesi Fyrirtækið Láki Tours gerir út tvo aðra báta frá Snæfellsnesi. Víðir segir að hvalaskoðunartímabilið í Steingrímsfirði hafi lengst ár frá ári og að svæðið sé einstakt til hvalaskoðunar. „Núna verðum við fram í miðjan september og það er bara búið að ganga mjög vel. Við fengum eina viku sem að var léleg en annars sjáum við hval á hverjum einasta degi,“ segir Víðir.Hvað eruð þið að sjá marga hvali?„Þeir eru stundum jafn margir og farþegarnir. Þeir voru átta í þessum túr en þetta getur verið allt upp í fimmtán hvalir,“ segir Víðir. Víðir segir reksturinn hafa vaxið síðan farið var af stað fyrir þremur árum. Hann segir að þó svo sé megi stýra ferðamönnum meira inn á þetta svæði. „Við erum rúmlega búnir að tvöfalda síðan í fyrra en það mætti gjarnan vera meira,“ segir Víðir.Hvernig verður svo veturinn, gerið þið út allt árið?„Í Ólafsvík erum við með þetta á ársgrundvelli en hérna verðum við til 15. september og byrjum svo vonandi fyrr, jafnvel um miðjan maí,“ segir Víðir.Ferðamenn hafa séð allt að fimmtán hvali í einni ferð með hvalaskoðunarskipinu Láka, í Steingrímsfirði.Vísir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Strandabyggð Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira