Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2019 23:30 Þröstur Friðfinnsson er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Vísir/Tryggvi Páll Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með. Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Aukalandsþing sambandsins var haldið þann 6. september síðastliðinn þar sem samþykkt var að styðja tillögu ráðherra. Tillagan felur meðal í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Tillagan bíður nú umfjöllunar Alþingis. Skiptar skoðanir eru um þingsályktunartillöguna, sérstaklega á meðal minni sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum til að ná tilskyldum íbúafjölda, nái tillagan fram að ganga. Þar á meðal eru forsvarsmenn Grýtubakkahrepps, þar sem búa um fjögur hundruð manns. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum síðdegis í dag þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli. Sambandið á að vera málsvari sveitarfélaga skv. 2. grein samþykkta þess. Stjórn sambandsins hefur farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar og er að óbreyttu ekki lengur hægt að líta á hana sem málsvara allra sveitarfélaga. Við þær aðstæður hlýtur sveitarstjórn að íhuga í fullri alvöru hvort rétt sé að ganga úr sambandinu og mun fara vel yfir það á næstu vikum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir.Segi sveitarfélagið sig úr sambandinu myndi það fylgja fordæmi Tjörneshrepps, eins fámennasta sveitarfélagi landsins þar sem búa 55 manns. Tjörneshreppur sagði sig úr sambandinu í kjölfar samþykktar aukalandsþingsins í mótmælaskyni við samþykktina um að styðja tillögu ráðherra um lágmarksfjölda sveitarfélaga. Þröstur Friðfinssson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst vera sannfærður um það að þjónusta í mörgum sveitarfélögum sem neydd væru til sameiningar myndi versna frá því sem áður var, þvert á það sem tillaga ráðherra leggur upp með.
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00 Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30
Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar. 5. september 2019 06:00
Styðja sameiningu sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 6. september 2019 20:00