Fótbolti

Sara steig stórt skref í átt að titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í leik með Wolfsburg.
Sara í leik með Wolfsburg. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn er Wolfsburg vann 5-0 sigur á Duisburg er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag.

Wolfsburg leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en skoraði þrjú. Duisburg átti aldrei möguleika en Duisburg er í níunda sæti deildarinnar.

Sara Björk spilaði allan leikinn á miðjunni hjá þýsku meisturunum í Wolfsburg en þær færðust með sigrinum skrefi nær titlinum.

Wolfsburg er á toppnum með 50 stig en Bayern Munchen er í öðru sætinu með 46 stig. Þrír leikir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×