Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um fellibylinn Dorian sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn.

Kíkjum við í kerskála álversins Rio Tinto í Straumsvík en kveikt var aftur á kerskálum sem slökkt var á eftir að ljósbogi hafði myndast. Gríðarlegt fjárhagslegt tjón blasir við vegna framleiðslustöðvunar.

Við kynnum okkur þingkosningarnar til Lögþingsins í Færeyjum en Færeyingar gengu að kjörkössunum í dag.

Þá verður rætt við sveitarstjóra Strandabyggðar sem hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga og vill frekar að horft verði til þeirrar samvinnu sem sé nú þegar þeirra á milli. Auka landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í komandi viku vegna þingsályktunartillögu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og breytingarnar.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×