„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 11:24 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“ Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08