„Ástæðan fyrir því að ég set hana hér er að þið getið lesið hana eins og hún væri ný; upphæðirnar eru í reynd raunvirði dagsins í dag (verðlag hefur hækkað svo síðan að gömlu krónurnar í auglýsingunni eru jafnverðmætar og nýkrónur dagsins í dag). Og hvað hefur breyst? Tja, verð á fermetra íbúðarhúsnæðis hefur tvö-, þre- og fjórfaldast á þessum fjörutíu árum,“ skrifar Gunnar Smári.

„Og það vegur þungt; yfir ævina mun ungt fólk í dag greiða 40 m.kr. meira fyrir meðalstóra íbúðog í raun 80 m.kr. þar sem þessi upphæð er tekin að láni til mjög langs tíma. Það eru um það bil 130 þús. kr. á mánuði ævina á enda, gjald vegna hækkunar húsnæðisverðs frá 1979.“
Gunnar Smári, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir það meginkröfu almennings að verð á húsnæði lækki.
„Til að ná fram lækkun þarf að hrekja lóðabraskara, verktaka (kverktaka), spákaupmenn, leigufyrirtæki og aðra braskara út úr húsnæðiskerfinu. Húsnæði er mannréttindi, ekki markaðsvara og allra síst braskvara.“