Hjónin sem leitað var að á Kjalvegi fundin heil á húfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 01:17 Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista. Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Hjónin sem björgunarsveitir í Árnessýslu hafa leitað að í kvöld eru fundin heil á húfi í grennd við Beinhóla á Kjalvegi, þetta staðfestir Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Þó nokkur viðbúnaður var hjá björgunarsveitum þar sem fólkið var talið illa búið til lengri dvalar á hálendinu. Tilkynning barst á tíunda tímanum í kvöld að hjónin, sem koma frá Belgíu, hefðu ekki skilað sér úr göngu frá Gíslaskála um miðjan dag en þau höfðu verið þar á ferð ásamt tveimur sonum sínum. Þau eru á fimmtugsaldri. Þegar ekkert hafði heyrst frá fólkinu um klukkan fimm fóru samferðamenn þeirra að hafa áhyggjur og óskuðu aðstoðar. Leitaraðgerðum var stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og sagði Frímann Birgir fyrr í kvöld, að svæðið sem leitað var á, hafi verið erfitt yfirferðar en að farið væri um ákveðnar hestagötur á fjórhjólum og voru vísbendingar um hvar fólkið væri en það var í símasambandi við Neyðarlínuna mestan allan tímann. Þá var veður ekki með besta móti. Lágskýjað, hiti undir tíu stigum og væta. Björgunarsveitir notuðust við hljóð- og ljósmerki, það er bláu ljósin á björgunartækjum, til þess að fólkið ætti auðveldara með sjá farartækin á ferð. Það bar árangur og fundust þau skömmu fyrir klukkan eitt. Frímann Birgir sagði í samtali við fréttastofu að hjónin hafi verið orðin nokkuð skelkuð en að öðru leiti vel á sig komin. Hann sagði að björgunarsveitir myndu aðstoða þau við að komast aftur í Gíslaskála, þar sem þau gista.
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41
Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi, segir á fimmta tug björgunarsveitarmanna leita hjónanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 23:55