Dagný þurfti að selja bílinn til að dæmið gengi upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2019 22:27 Dagný Brynjarsdóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik á Algarve í febrúar 2010, fyrir tæpum tíu árum. vísir/getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir segir ómögulegt að vera íslensk knattspyrnukona og spila bæði með þeim bestu í heimi og íslenska landsliðinu. „Ég valdi fjölskylduna mína og ég valdi landsliðið,“ segir Dagný sem skrifaði á dögunum undir samning við bikarmeistara Selfoss. Hún er flutt heim eftir sjö ára atvinnuferil og segir nýlokið tímabil hafa verið hennar langerfiðasta. Fyrsta titlalausa árið síðan á fermingarárinu Það vakti vægast sagt athygli á dögunum þegar Dagný skrifaði undir samning við Pepsi-max lið Selfoss. Heldur betur fengur fyrir þær vínrauðu en óumdeilanlega skref aftur á við frá því að standa vaktina á miðjunni með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Eftir að hafa hafið leiktíðina á varamannabekknum byrjaði Dagný alla leiki liðsins sem leiddi deildina lengi vel. Dagný fann sig í nýrri stöðu, aftarlega á miðjunni í stað framar. Liðið hafnaði í 3. sæti í deildinni og datt úr leik í undanúrslitum. Dagný í leik með Portland Thorns.PORTLAND THORNS „Frekar súrsæt tilfinning. Þetta er fyrsta tímabilið mitt síðan ég var 14 ára sem að ég vinn engan titil. Auðvitað fékk ég stærsta titilinn í fangið í fyrra þegar við eignuðumst Brynjar Atla en þetta er algjörlega titlalaust ár hjá mér sem er skrítin tilfinning,“ segir Dagný í opinskáum pistli á Facebook sem kenna mætti við atvinnumannaferilsuppgjör og heimkomu. Byrjaði að æfa tíu dögum eftir fæðingu Hún segist ekkert sérstaklega stolt af frammistöðu liðsins í lok tímabils en samt sem áður stolt af sjálfri sér. „Þetta fótboltaár var það allra erfiðasta fyrir mig. Að koma til baka og spila aftur með þeim bestu í heimi er það erfiðasta sem að ég hef nokkurn tímann gert. Allar mömmur eru ofurhetjur í mínum augum en afreksíþróttamömmur eru í guðatölu hjá mér eftir þessa reynslu!!“ Bensínið hafi algjörlega verið búið á tankinum eftir tímabilið, orkan úti bæði á líkama og sál en það sé tilfinning sem hún hafi aldrei áður fundið á ferlinum. „Líkaminn hefur ekki verið eins hraustur og hann var í ár í langan tíma en eftir að hafa æft alla meðgönguna, misst vatnið um kvöldið eftir að hafa æft í hádeginu og byrjað að undirbúa líkamann aftur 10 dögum eftir fæðingu þá núna 2 árum seinna tók ég hvíldinni fagnandi.“ Dagný Brynjarsdóttir og Ómar Páll Sigurbjartsson.Fréttablaðið/Eyþór Hún hafi verið mjög þreytt andlega þrátt fyrir fimm til sjö klukkustunda „vinnudag“ þar sem oftast var aðeins einn frídagur í viku með Ómari eiginmanni sínum og syni. „Það kom líka alveg fyrir að ég fékk ekki frídag með fjölskyldunni í 24 daga vegna verkefna bæði með landsliðinu og Portland svo tíminn með strákunum mínum hefur verið vel nýttur frá því að tímabilið kláraðist.“ Virkilega erfið ákvörðun Dagnýju, sem hefur verið algjör lykilmaður í kvennalandsliði Íslands undanfarin ár, er þakklæti ofarlega í huga gagnvart Portland Thorns fyrir að hafa haft trú á henni eftir barnsburð. Hjálpað henni að komast í fyrra form og fengið mikinn spiltíma, fyrir framan rúmlega 20 þúsund áhorfendur á heimaleikjunum á vesturströndinni. „ Þakklát fyrir að fá að spila enn eitt árið sem atvinnumaður þar sem flest allt er tipp topp. Það var því virkilega erfið ákvörðun fyrir mig að tilkynna þeim að ég ætla ekki að vera áfram hjá klúbbnum og spila með þeim á næsta ári.“ Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns.Twitter @ThornsFC Á forsendum fótboltans sé ákvörðunin röng. En þegar hún horfi til fjölskyldunnar sé hún rétt. „Því miður er kvennaboltinn ekki kominn lengra en þetta. Dæmið gengur því miður bara ekki upp. Til þess að dæmið gekk upp hjá okkur í ár þá seldum við bílinn okkar, leigðum út 88 fermetra íbúðina okkar í Airbnb sem hún yndislega tengdamóðir mín sá um svo við ættum fyrir útborgun og Ómar tók 6 mánaða fæðingarorlof.“ KSÍ og kvennaboltinn ekki komin nógu langt Þetta sé raunveruleiki kvenkyns atvinnumanns sem spili fyrir eitt besta félagslið í heimi. „Stærsta ákvörðunin var þó sú að ég er mamma og það er það skemmtilegasta í heimi sem að ég geri. Èg get ekki verið framúrskarandi mamma og bæði landsliðsmaður og atvinnumaður. Kvennaknattspyrnan og KSÍ eru ekki komin nógu langt til að dæmið gangi upp, því miður!“ Hún rifjar upp síðustu fimm mánuðina af nýloknu tímabili. Þar hafi hún samanlagt verið tvo mánuði fjarri um ársgömlum syni þeirra vegna ferðalaga með Portland Thorns og íslenska landsliðinu. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari ræðir við Hlín Eiríksdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur á Laugardalsvelli.Fréttablaðið/Valli „Og það var bara ógeðslega erfitt. Hann kom með í eitt landsliðsverkefni og fimm útileiki með Portland þar sem að hann var á brjósti. Ég var svo heppin að vera með Brynjar Atla á brjósti til 11,5 mánaða aldurs en ég þurfti að hætta með hann vegna þess að það er „óskrifuð“ regla hjá landsliðinu að börn eldri en 1 árs komi ekki með í ferðir.“ Hún hafi því þurft að velja á milli sonarins og landsliðsins. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu en þar hafi hún þurft að sanna sig fyrir nýjum landsliðsjálfara, Jóni Þór Haukssyni og teymi hans. Óhætt er að fullyrða að ákvörðun Dagnýjar að hætta að spila á meðal þeirra bestu sé áfall fyrir kvennalandsliðið. Dagný hefur spilað með liðinu í tæpan áratug, verið algjör lykilmaður enda á sama tíma spilað með frábæru háskólaliði vestanhafs, Bayern München í Þýskalandi og svo Portland Thorns í samnefndri borg á vesturströnd Bandaríkjanna. Launin ekki nógu há En þar sem hún hafi enga „afsökun“ til að taka barnið með sér í útileiki Portland á næsta tímabili eða í landsliðsverkefni hafi stefnt í að hún yrði fjarri syninum í fjóra mánuði yfir átta mánaða tímabil. Það sé eitthvað sem hún sé ekki tilbúin til að gera. „Ég vildi óska þess að launin væru nógu góð svo að ég gæti flogið þeim feðgum með mér í helming verkefnanna eða allavega syni mínum og það yrði reddað pössunarpíu. Því miður er það ekki þannig. Í dag er ómögulegt að vera íslensk knattspyrnukona og spila bæði með þeim bestu í heimi og íslenska landsliðinu. Ég valdi fjölskylduna mína og ég valdi landsliðið.“ Dagný handsalar samninginn við Selfoss á dögunum.Selfoss Dagný, sem hefur spilað 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk - ekkert mikilvægara en sigurmarkið gegn Hollandi á EM í Svíþjóð 2013, segist ánægð að vera komin aftur á Selfoss.Markið má sjá í spilaranum að neðan. „Ég er spennt að geta eytt meiri tíma með strákunum mínum og þá sérstaklega Brynjari Atla sem virðist stækka og þroskast við hvert skipti sem að ég blikka augunum. Ómar er farinn að vinna aftur svo við getum haldið áfram að vinna í framtíðaráformum fjölskyldunnar.“ Hún segist hafa byrjað aðeins að æfa í vikunni en fari rólega af stað eftir nefbrot sem hún varð fyrir í byrjun október. Næsti landsleikur Íslands í undankeppni EM 2021 er gegn Ungverjum ytra þann 10. apríl. Árborg Fótbolti Jafnréttismál Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný og Ómar eignuðust son Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. 14. júní 2018 10:31 Finnst alltaf gaman saman Eftir tíu ára fjarbúð hafa Dagný Brynjarsdóttir fótboltastjarna og Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki flutt í eigin íbúð á Selfossi og eiga von á erfingja í sumar. Hjá Dagnýju er gleðin blandin, enda er hún hrjáð af morgunógleði nú 10. mars 2018 11:30 Dagný samdi við bikarmeistarana til tveggja ára Landsliðskonan mun leika í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð. 13. nóvember 2019 21:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir segir ómögulegt að vera íslensk knattspyrnukona og spila bæði með þeim bestu í heimi og íslenska landsliðinu. „Ég valdi fjölskylduna mína og ég valdi landsliðið,“ segir Dagný sem skrifaði á dögunum undir samning við bikarmeistara Selfoss. Hún er flutt heim eftir sjö ára atvinnuferil og segir nýlokið tímabil hafa verið hennar langerfiðasta. Fyrsta titlalausa árið síðan á fermingarárinu Það vakti vægast sagt athygli á dögunum þegar Dagný skrifaði undir samning við Pepsi-max lið Selfoss. Heldur betur fengur fyrir þær vínrauðu en óumdeilanlega skref aftur á við frá því að standa vaktina á miðjunni með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Eftir að hafa hafið leiktíðina á varamannabekknum byrjaði Dagný alla leiki liðsins sem leiddi deildina lengi vel. Dagný fann sig í nýrri stöðu, aftarlega á miðjunni í stað framar. Liðið hafnaði í 3. sæti í deildinni og datt úr leik í undanúrslitum. Dagný í leik með Portland Thorns.PORTLAND THORNS „Frekar súrsæt tilfinning. Þetta er fyrsta tímabilið mitt síðan ég var 14 ára sem að ég vinn engan titil. Auðvitað fékk ég stærsta titilinn í fangið í fyrra þegar við eignuðumst Brynjar Atla en þetta er algjörlega titlalaust ár hjá mér sem er skrítin tilfinning,“ segir Dagný í opinskáum pistli á Facebook sem kenna mætti við atvinnumannaferilsuppgjör og heimkomu. Byrjaði að æfa tíu dögum eftir fæðingu Hún segist ekkert sérstaklega stolt af frammistöðu liðsins í lok tímabils en samt sem áður stolt af sjálfri sér. „Þetta fótboltaár var það allra erfiðasta fyrir mig. Að koma til baka og spila aftur með þeim bestu í heimi er það erfiðasta sem að ég hef nokkurn tímann gert. Allar mömmur eru ofurhetjur í mínum augum en afreksíþróttamömmur eru í guðatölu hjá mér eftir þessa reynslu!!“ Bensínið hafi algjörlega verið búið á tankinum eftir tímabilið, orkan úti bæði á líkama og sál en það sé tilfinning sem hún hafi aldrei áður fundið á ferlinum. „Líkaminn hefur ekki verið eins hraustur og hann var í ár í langan tíma en eftir að hafa æft alla meðgönguna, misst vatnið um kvöldið eftir að hafa æft í hádeginu og byrjað að undirbúa líkamann aftur 10 dögum eftir fæðingu þá núna 2 árum seinna tók ég hvíldinni fagnandi.“ Dagný Brynjarsdóttir og Ómar Páll Sigurbjartsson.Fréttablaðið/Eyþór Hún hafi verið mjög þreytt andlega þrátt fyrir fimm til sjö klukkustunda „vinnudag“ þar sem oftast var aðeins einn frídagur í viku með Ómari eiginmanni sínum og syni. „Það kom líka alveg fyrir að ég fékk ekki frídag með fjölskyldunni í 24 daga vegna verkefna bæði með landsliðinu og Portland svo tíminn með strákunum mínum hefur verið vel nýttur frá því að tímabilið kláraðist.“ Virkilega erfið ákvörðun Dagnýju, sem hefur verið algjör lykilmaður í kvennalandsliði Íslands undanfarin ár, er þakklæti ofarlega í huga gagnvart Portland Thorns fyrir að hafa haft trú á henni eftir barnsburð. Hjálpað henni að komast í fyrra form og fengið mikinn spiltíma, fyrir framan rúmlega 20 þúsund áhorfendur á heimaleikjunum á vesturströndinni. „ Þakklát fyrir að fá að spila enn eitt árið sem atvinnumaður þar sem flest allt er tipp topp. Það var því virkilega erfið ákvörðun fyrir mig að tilkynna þeim að ég ætla ekki að vera áfram hjá klúbbnum og spila með þeim á næsta ári.“ Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns.Twitter @ThornsFC Á forsendum fótboltans sé ákvörðunin röng. En þegar hún horfi til fjölskyldunnar sé hún rétt. „Því miður er kvennaboltinn ekki kominn lengra en þetta. Dæmið gengur því miður bara ekki upp. Til þess að dæmið gekk upp hjá okkur í ár þá seldum við bílinn okkar, leigðum út 88 fermetra íbúðina okkar í Airbnb sem hún yndislega tengdamóðir mín sá um svo við ættum fyrir útborgun og Ómar tók 6 mánaða fæðingarorlof.“ KSÍ og kvennaboltinn ekki komin nógu langt Þetta sé raunveruleiki kvenkyns atvinnumanns sem spili fyrir eitt besta félagslið í heimi. „Stærsta ákvörðunin var þó sú að ég er mamma og það er það skemmtilegasta í heimi sem að ég geri. Èg get ekki verið framúrskarandi mamma og bæði landsliðsmaður og atvinnumaður. Kvennaknattspyrnan og KSÍ eru ekki komin nógu langt til að dæmið gangi upp, því miður!“ Hún rifjar upp síðustu fimm mánuðina af nýloknu tímabili. Þar hafi hún samanlagt verið tvo mánuði fjarri um ársgömlum syni þeirra vegna ferðalaga með Portland Thorns og íslenska landsliðinu. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari ræðir við Hlín Eiríksdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur á Laugardalsvelli.Fréttablaðið/Valli „Og það var bara ógeðslega erfitt. Hann kom með í eitt landsliðsverkefni og fimm útileiki með Portland þar sem að hann var á brjósti. Ég var svo heppin að vera með Brynjar Atla á brjósti til 11,5 mánaða aldurs en ég þurfti að hætta með hann vegna þess að það er „óskrifuð“ regla hjá landsliðinu að börn eldri en 1 árs komi ekki með í ferðir.“ Hún hafi því þurft að velja á milli sonarins og landsliðsins. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu en þar hafi hún þurft að sanna sig fyrir nýjum landsliðsjálfara, Jóni Þór Haukssyni og teymi hans. Óhætt er að fullyrða að ákvörðun Dagnýjar að hætta að spila á meðal þeirra bestu sé áfall fyrir kvennalandsliðið. Dagný hefur spilað með liðinu í tæpan áratug, verið algjör lykilmaður enda á sama tíma spilað með frábæru háskólaliði vestanhafs, Bayern München í Þýskalandi og svo Portland Thorns í samnefndri borg á vesturströnd Bandaríkjanna. Launin ekki nógu há En þar sem hún hafi enga „afsökun“ til að taka barnið með sér í útileiki Portland á næsta tímabili eða í landsliðsverkefni hafi stefnt í að hún yrði fjarri syninum í fjóra mánuði yfir átta mánaða tímabil. Það sé eitthvað sem hún sé ekki tilbúin til að gera. „Ég vildi óska þess að launin væru nógu góð svo að ég gæti flogið þeim feðgum með mér í helming verkefnanna eða allavega syni mínum og það yrði reddað pössunarpíu. Því miður er það ekki þannig. Í dag er ómögulegt að vera íslensk knattspyrnukona og spila bæði með þeim bestu í heimi og íslenska landsliðinu. Ég valdi fjölskylduna mína og ég valdi landsliðið.“ Dagný handsalar samninginn við Selfoss á dögunum.Selfoss Dagný, sem hefur spilað 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk - ekkert mikilvægara en sigurmarkið gegn Hollandi á EM í Svíþjóð 2013, segist ánægð að vera komin aftur á Selfoss.Markið má sjá í spilaranum að neðan. „Ég er spennt að geta eytt meiri tíma með strákunum mínum og þá sérstaklega Brynjari Atla sem virðist stækka og þroskast við hvert skipti sem að ég blikka augunum. Ómar er farinn að vinna aftur svo við getum haldið áfram að vinna í framtíðaráformum fjölskyldunnar.“ Hún segist hafa byrjað aðeins að æfa í vikunni en fari rólega af stað eftir nefbrot sem hún varð fyrir í byrjun október. Næsti landsleikur Íslands í undankeppni EM 2021 er gegn Ungverjum ytra þann 10. apríl.
Árborg Fótbolti Jafnréttismál Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný og Ómar eignuðust son Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. 14. júní 2018 10:31 Finnst alltaf gaman saman Eftir tíu ára fjarbúð hafa Dagný Brynjarsdóttir fótboltastjarna og Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki flutt í eigin íbúð á Selfossi og eiga von á erfingja í sumar. Hjá Dagnýju er gleðin blandin, enda er hún hrjáð af morgunógleði nú 10. mars 2018 11:30 Dagný samdi við bikarmeistarana til tveggja ára Landsliðskonan mun leika í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð. 13. nóvember 2019 21:35 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Dagný og Ómar eignuðust son Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sitt fyrsta barn í vikunni. 14. júní 2018 10:31
Finnst alltaf gaman saman Eftir tíu ára fjarbúð hafa Dagný Brynjarsdóttir fótboltastjarna og Ómar Páll Sigurbjartsson rafvirki flutt í eigin íbúð á Selfossi og eiga von á erfingja í sumar. Hjá Dagnýju er gleðin blandin, enda er hún hrjáð af morgunógleði nú 10. mars 2018 11:30
Dagný samdi við bikarmeistarana til tveggja ára Landsliðskonan mun leika í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð. 13. nóvember 2019 21:35