Fimleikafélagið: Lögreglukonan í FH-liðinu í aðalhlutverki í nýjasta þættinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:00 Selma Dögg Björgvinsdóttir. Skjámynd/Fimleikafélagið Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Sjötti þáttur seríu tvö af Fimleikafélaginu er kominn út en fimleikafélagið beinir athygli sinni að þessu sinni að kvennaliði sínu. Freyr Árnason hefur sett saman nýjasta þáttinn af Fimleikafélaginu en þættirnir eru sýndir hér inn á Vísi. Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin kemst inn á staði þar sem menn eru vanalega ekki að mynda. Að þessu sinni er komið að því að beina sjónum sínum að meistaraflokki kvenna hjá FH. Kvennalið FH spilar í Inkasso deildinni og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð á dögunum. Fimleikafélagið fékk að fylgjast aðeins með lífinu hjá þeim Selmu Dögg Björgvinsdóttur, Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Nótt Jónsdóttur þegar þær eru ekki á æfingum í Kaplakrika. Þátturinn byrjar ekki í Hafnarfirði heldur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fáum við að sjá lögreglukonuna í FH-liðinu í vinnunni. „Ég er búin að vera í nokkra mánuði, frekar stutt,“ segir Selma Dögg Björgvinsdóttir en hún er að læra lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri og er í 70 prósent vinnu með. „Ég var ekkert búin að mynda mér skoðun á löggunni enda hefur hún ekki þurft að hafa afskipti af mér,“ segir Selma Dögg. Hún sýndi aðstöðuna á lögreglustöðinni og meðal annars hvar lögreglufólkið ætlar að horfa á Pepsi Max deildina í sumar. Fimleikafélagið hitti síðan á þær Ernu og Nótt í Háskólanum í Reykjavík þar sem þær stunda báðar nám, Erna í viðskiptafræði en Nótt í lögfræði. „Ég held að við séum að fara beint upp,“ segir fyrirliðinn Erna Guðrún Magnúsdóttir. Hún er ánægð að fá margar gamlar FH-stelpur aftur til baka inn í liðið. Ein af þeim er Nótt. Sjötta þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti