Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:33 Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira