Erlent

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Laszlo Balogh/Getty
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eftir átök helgarinnar vegna komu hjálpargagna til Venesúela sé aðeins tímaspursmál hvenær Nicólás Maduro, forseti landsins, hrökklist úr embætti.

„Það er erfitt að segja nákvæmlega til um dagafjöldann. Ég er sannfærður um að íbúar Venesúela muni tryggja að dagar Maduro séu taldir,“ sagði Pompeo í viðtali við CNN.

Tveir almennir borgara týndu lífinu í átökum við þjóðvarðarlið Venesúela í gær. Borgarar höfðu þá reynt að tryggja að hjálpargögn ætluð til neyðaraðstoðar kæmust yfir landamæri Venesúela.

Yfirlýstur forseti landsins, Juan Guaidó, hefur kallað eftir afsögn Maduro. Tilkall Guaidó til forsetastólsins nýtur stuðnings þó nokkurra erlendra ríkja, meðal annars Bandaríkjanna.

Guaidó hefur sagst ætla á fund nokkurra ríkja, aðallega frá rómönsku Ameríku, í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu á mánudag, þrátt fyrir að hafa verið settur í farbann af Maduro, sem er eins og sakir standa, sitjandi forseti landsins. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verður fulltrúi Bandaríkjamanna á fundinum.




Tengdar fréttir

Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur

Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×