Enski boltinn

Sjáðu stoðsendingu Jóhanns og mörkin tólf úr leikjum gærdagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var ástríða í leikmönnum Burnley í gær.
Það var ástríða í leikmönnum Burnley í gær. vísir/getty
Það voru fjórir fjörugir leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í gær en þar bar hæst 2-1 sigur Burnley á toppbaráttuliði Tottenham. Liðin mættust á Turf Moor.

Það var Íslendingur sem skipti sköpum þar því varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp sigurmarkið fyrir Ashley Barnes skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Sæti Claude Puel er orðið ansi heitt en Leicester steinlá fyrir Crystal Palace á heimavelli í gær. Eftir að hafa jafnað metin í 1-1 í síðari hálfleik skoraði Palace þrjú mörk og lokatölur 4-1.

Bournemouth og Wolves gerðu 1-1 jafntefli þar sem Wolves jafnaði undir lokin en Newcastle vann 2-0 sigur á vonlitlu liði Huddersfield.

Öll mörkin má sjá hér að neðan.

Burnley - Tottenham 2-1:
Klippa: FT Burnley 2 - 1 Tottenham
Bournemouth - Wolves 1-1:
Klippa: FT Bournemouth 1 - 1 Wolves
Leicester - Crystal Palace 1-4:
Klippa: FT Leicester 1 - 4 Crystal Palace
Newcastle - Huddersfield 2-0:
Klippa: FT Newcastle 2 - 0 Huddersfield



Fleiri fréttir

Sjá meira


×