Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka Hörður Ægisson skrifar 11. september 2019 09:00 Benedikt Gíslason, sem tók við starfi bankastjóra Arion í júlí, segir að bankarnir muni að endingu draga úr útlánum til stærri fyrirtækja af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir vegna stífra eiginfjárkrafna og hárra skatta. Fréttablaðið/Ernir Það er erfitt að horfa framan í hluthafa þegar arðsemin er undir áhættulausum vöxtum í landinu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Markaðinn en um tveir mánuðir eru liðnir frá því hann tók við starfinu. Breytingar á bankastjórastól Arion fyrr á árinu komu fæstum á óvart. Miklar breytingar höfðu orðið á eignarhaldinu og afkoman var undir væntingum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var arðsemin aðeins rúmlega þrjú prósent en á síðustu misserum hefur talsvert útlánatap, einkum vegna United Silicon í Helguvík og gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera air, sett þar strik í reikninginn.Hvernig kom það til að þú sóttist eftir starfinu? „Ég kom inn í stjórn bankans í september í fyrra og þegar Höskuldur segir starfi sínu lausu í apríl fer stjórnin að leita að eftirmanni hans. Sem stjórnarmaður tók ég þátt í því ferli en tek síðan ákvörðun um að leggja mitt nafn í þann pott og stíg þá um leið út úr ráðningarferlinu. Það var ákvörðun sem ég tók að vel íhuguðu máli enda um mjög spennandi starf að ræða. Ég tók hins vegar skýrt fram í ferlinu að ég myndi starfa áfram í stjórninni færi svo að ég fengi ekki starfið.“Skynjarðu það að stærstu hluthafar bankans, Taconic Capital og aðrir sjóðir, hafi stutt þig í stólinn? „Það gæti hafa hjálpað en það var þá ekki stuðningur sem var komið á framfæri við mig. Þetta var auðvitað ákvörðun stjórnar. Að hvaða marki hún leitaði eftir endurgjöf frá hluthöfum þekki ég ekki.“ Benedikt var einn af helstu ráðgjöfum stjórnvalda við áætlun um afnám fjármagnshafta en hún fólst meðal annars í stöðugleikaskilyrðum sem lutu að eignarhaldi Kaupþings á Arion. Í kjölfarið var Benedikt ráðinn til Kaupþings, þar sem hann starfaði í tvö ár sem ráðgjafi við sölu og síðar skráningu bankans á markað, og þá var hann kjörinn í stjórn Arion banka fyrir um ári.Heldurðu að það hafi ráðið miklu að stjórnin hafi viljað fá mann sem þekkti Arion banka vel? „Já, það gæti hafa skipt máli við ákvörðunina, og eins vonandi reynsla mín. Ég hóf störf á fjármálamarkaði 1998 hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og mín starfsreynsla er úr bankageiranum enda þótt ég hafi starfað í um tvö ár fyrir stjórnvöld að losun hafta. Það var mjög ánægjulegt og fróðlegt að fylgja því verkefni eftir sem ráðgjafi Kaupþings í söluferli Arion banka. Hugmyndafræðin með stöðugleikaskilyrðunum var að fela slitabúinu það hlutverk að skrá bankann á markað og koma á dreifðu eignarhaldi. Það var ekki litið á það sem eðlilegt ástand ef ríkið hefði eignast alla bankana. Þess vegna var mjög mikilvægt fyrir þróun fjármálakerfisins á Íslandi að það tækist vel til við skráningu bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð.“Erfitt að vera stór eigandiTraust almennings í garð bankakerfisins mælist enn afar lítið. Skiptir máli að breyta því og hvernig hyggst þú leggja þitt af mörkum? „Það skiptir bankann höfuðmáli. Við breytum því aðeins með því að veita góða þjónustu og stunda heilbrigða stjórnarhætti. Það er hið daglega verkefni okkar að ávinna okkur þetta traust aftur. Það er hins vegar ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu heldur verðum við að vinna okkur það inn yfir tíma. Ég myndi segja að það sé eitt af okkar lykilverkefnum.“ Frá falli bankanna hefur allt regluverkið tekið stakkaskiptum og má segja að bankakerfið í dag eigi lítið sameiginlegt með því sem féll haustið 2008. Samt er þetta vantraust mjög ríkjandi.Hefur þeim sem eru í forsvari fyrir bankana ekki mistekist að útskýra fyrir fólki hvað hefur breyst? „Það má örugglega til sanns vegar færa. Ein af þeim lykilbreytingum sem ekki hefur verið komið nægjanlega vel á framfæri er að það gildir nú mun stífara regluverk um virkt eignarhald og hvað virkur eigandi má eiga í miklum viðskiptum við bankana. Þetta þýðir að það er ekki eftirsótt fyrir fyrirtækjasamsteypur og efnameiri einstaklinga að vera stór eigandi í banka af því að það hamlar viðskiptaumsvifum þeirra. Það er hins vegar margt í regluverkinu sem hefur gert starfsemina meira íþyngjandi og kostnaðarsamari. Ísland hefur gengið þjóða lengst við innleiðingu á regluverkinu frá ESB.“Hvernig þá? „Það sést best í samanburði á vogunarhlutföllum sem eru einn helsti mælikvarði þess hversu sterk eiginfjárstaða banka er. Um síðustu áramót var vogunarhlutfall íslensku bankanna að jafnaði um 15 prósent en til samanburðar um 5,5 prósent í Evrópu. Sjónarmiðin sem þarna togast á eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar að starfsumhverfi bankanna sé með þeim hætti að það sé skilvirkt og hagkvæmt. Fjármálaáföll eru vissulega þjóðarbúinu dýr en óskilvirkt fjármálakerfi getur að sama skapi grafið undan getu fjármálafyrirtækja til að þjóna fyrirtækjum og heimilum og þannig dregið úr hagvexti. Við þurfum ávallt að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum. Þessi umræða snýst öðrum þræði um alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands.“Vandinn liggur ekki í krónunni Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur bankanna var hækkaður í maí um 0,5 prósentur og fjármálastöðugleikaráð hefur mælt fyrir því að hann hækki á ný um 0,25 prósent í byrjun næsta árs.Telurðu að það hafi verið mistök? „Ef sveiflujöfnunaraukinn á að vera framsýnn og milda hagsveifluna þegar aðstæður kalla á það, þá er hægt færa fyrir því rök að síðasta hækkun hafi verið misráðin.“ Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabankans, varaði samt nýlega við við því í grein að slakað yrði á eiginfjárkröfum. Það myndi gera bönkunum kleift að auka útlán meira og hraðar með þeim afleiðingum að minnka gæði útlánsafns þeirra og útlánatap yrði meira.Er það ekki rétt athugað? „Ég myndi segja að allar séríslenskar innleiðingar á regluverki ESB þurfi að skoða með aðstæður Íslands í huga og spyrja sig um leið hvaða rök liggi að baki því að við þurfum að vera með mun hærri vogunarhlutföll en bankar annars staðar í Evrópu. Kannski eru rök sem standa til þess sökum einsleitni hagkerfisins en þá þurfum við að vera meðvituð um þann kostnað sem fylgir því að fara þá leið. Það verður dýrara fyrir banka að gegna hlutverki sínu í að miðla fjármagni milli sparifjáreigenda og lántaka og hærri fjármögnunarkostnaður hækkar rekstrarkostnað fyrirtækja og dregur þannig úr getu þeirra til að fjárfesta í nýsköpun og byggja upp sinn rekstur. Spurningin er þá hvort við viljum að okkar atvinnulíf búi við viðvarandi hærra vaxtastig en erlendir keppinautar, sem tengist ekki gjaldmiðlinum sem slíkum, heldur þeirri ástæðu að við erum búin að innleiða mun hærri eiginfjárkröfur en önnur Evrópuríki.“Erum við þá of mikið að einblína á gjaldmiðilinn sem orsök hárra vaxta frekar en heimatilbúnar aðgerðir? „Ekki spurning. Ég held að vandamálið liggi frekar í því hvernig við höfum stillt upp starfsumhverfi bankanna. Við höfum sennilega aldrei búið við jafn styrkar stoðir undir krónuna. Þjóðin hefur aldrei átt stærri gjaldeyrisforða, það hefur verið afgangur á viðskiptum við útlönd samfellt síðustu tíu ár, sparnaðarstigið hefur sjaldnast mælst hærra og erlend eignastaða þjóðarbúsins er jákvæð um sem nemur um fimmtungi af landsframleiðslu. Þessi sterka staða er að skila sér í því að í fyrsta skipti í langan tíma er hægt að lækka vexti myndarlega samhliða því að hagkerfið er í niðursveiflu. Gjaldmiðillinn er stöðugur þar sem við sem þjóð söfnuðum ekki upp skuldum við útlönd í uppsveiflu síðustu ára eins og svo oft áður og hefur iðulega endað að lokum með gengisfalli.“Er Ísland þá að færast nær því að vera skilgreint sem lágvaxtaríki? „Ég held það. Það eina sem ég sé standa í vegi fyrir því eru þessar háu eiginfjárkvaðir á bankana. Það sem bankarnir hafa gert, að einhverju marki, er að þeir hafa tekið á sig þessar auknu kröfur sem endurspeglast þá í lægri arðsemi þeirra. Þær breytingar sem hafa orðið á regluverki og sköttum á fjármálafyrirtæki síðasta áratug hafa leitt til þess að vaxtaálag á útlánum til fyrirtækja þyrfti að ríflega tvöfaldast ef við ætluðum að ná sömu arðsemi og fyrir þá innleiðingu. Bankarnir hafa hins vegar kosið að gera það ekki og það hefur bitnað á afkomunni. En það gengur ekki upp til lengdar. Á endanum munu bankarnir draga úr þessari starfsemi, af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir, og fjármögnun til stærri fyrirtækja færist í auknum mæli á skuldabréfamarkað eða vaxtaálag hækkar og arðsemi bankanna batnar.“Óarðbær útlánavöxturEr ekki sú þróun nú þegar hafin hjá Arion banka þar sem sum stór fyrirtæki, nú síðast Hagar, eru að færa fjármögnun sín annað? „Við höfum verið í góðu samtali við viðskiptavini okkar um að þeir geti fengið betri kjör með því að leitast eftir fjármögnun á skuldabréfamarkaði og vonandi mun bankinn aðstoða þá við þær útgáfur. Markaðurinn virðist í fyrsta sinn í tíu ár vera móttækilegur fyrir þess konar skuldabréfaútgáfum, þá helst skráðra félaga sem eru fjárhagslega sterk og með lága skuldsetningu. Það er hins vegar áhyggjuefni að minni fyrirtækin munu ekki hafa aðgengi að þessari hagstæðu fjármögnun í gegnum skuldabréfamarkaðinn og þurfa því áfram að reiða sig á bankakerfið. Stjórnvöld ættu að mínu mati að innleiða Evróputilskipanir þannig að eiginfjárbinding bankakerfisins vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði sambærileg og þekkist erlendis. Svo er ekki í dag. Það er verið að meðhöndla lán til þeirra eins og um væri að ræða lán til stórra fyrirtækja með tilheyrandi hærri vaxtakostnaði fyrir þau.“ Í tölvupósti til starfsmanna skömmu eftir að Benedikt tók til starfa sagði hann að markmiðið ætti ekki endilega að vera stærsti bankinn en að það skipti máli að skila hluthöfum arði.Finnst þér að forgangsröðunin hafi verið röng á undanförnum árum þar sem of mikil áhersla hafi verið lögð á að vaxa? „Ég held að það sem hafi gerst, ekki aðeins í Arion heldur bönkunum þremur, eigi sér eðlilega skýringu. Bankarnir skiluðu miklum hagnaði 2013 til 2015 sem stafaði einkum af uppfærslu á virði lánasafna, einkum fyrirtækjalána, og annarra eigna sem þeir fengu til sín þegar þeir voru endurreistir 2009. Á sama tíma voru tveir af bönkunum í eigu slitabúa sem voru að vinna að því að klára nauðasamninga og leysa vandamál sem tengdust krónueignum þeirra og stóðu í vegi fyrir losun hafta. Þeir höfðu af þeim sökum engan áhuga á að fá til sín arðgreiðslur frá bönkunum í krónum sem hefðu aðeins endað hjá slitabúunum og gert vandann enn stærri. Stjórnendur bankanna fá þessi skilaboð frá hluthöfunum og því fara þeir frekar í að stækka efnahagsreikninginn með því að auka útlán umtalsvert. Þetta gerist hjá öllum bönkunum á sama tíma og samkeppnin milli þeirra verður mikil. Það var gott fyrir viðskiptavinina, sem fá betri vaxtakjör, en ekki fyrir arðsemi bankanna.“En mætti ekki segja að þessi staða sem þú lýstir sé enn til staðar hjá þeim bönkum sem eru í eigu ríkisins þar sem er kannski ekki sama krafan um að greiða út arð til hluthafans? „Nú hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að bankarnir minnki og maður hefði haldið að það væri þá ákall til stjórnenda að þeir hagi vexti í samræmi við það – ekki hvað síst vegna þess að við sjáum að það eru fjölmargir aðrir aðilar, eins og hinir sístækkandi lífeyrissjóðir, sem geta tekið sér það hlutverk að miðla fjármagni til fyrirtækja. En það virðist ekki vera þróunin. Ef við lítum á útlán á fyrri árshelmingi þá var Arion sá eini þar sem útlánasafnið var að minnka á meðan hinir bankarnir eru enn í vexti.“Benedikt tók við starfi bankastjóra Arion banka fyrr á þessu ári.fréttablaðið/ernirBankinn er á krossgötumÁskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að uppfæra viðskiptamódelið að breyttu umhverfi? „Ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna. Við verðum að nálgast verkefnið út frá þeirri forsendu að bankarnir muni búa við háar eiginfjárkröfur, skattlagningin verði íþyngjandi og að áfram verði miklar áskoranir í rekstrar- og samkeppnisumhverfinu. Það er stefnumótunarvinna í gangi innan bankans og ég held að við munum sjá viðskiptamódel sem byggir meira á milliliðahlutverki þar sem efnahagsreikningurinn er notaður með sértækari hætti og á því að veita þjónustu sem felur ekki í sér mikla eiginfjárbindingu. Ég verð að segja að það að stýra fyrirtæki sem er skráð á markað, og þurfa að standa frammi fyrir hluthöfum ársfjórðungslega og fara yfir reksturinn, veitir okkur mikið aðhald. Bankinn er í stöðugri samkeppni við fjártæknifyrirtæki og önnur fjármálafyrirtæki sem geta hreyft sig hraðar og sérhæft sig í einstökum arðbærum viðskiptalínum. Sú stafræna vegferð sem bankinn hefur verið á er að skila því að á meðan um 900 manns heimsækja útibúin okkar daglega eru hátt í 40 þúsund manns að nota appið. Það er nýja útibúið og miklu hagkvæmari dreifileið. Við munum halda áfram að starfrækja útibú á meðan viðskiptavinirnir vilja koma þangað en þróunin er sú að færri og færri heimsækja þau. Það gefur okkur tækifæri til að hagræða í rekstrinum enda þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efnahagsreikningurinn dregst saman þá minnka umsvifin að sama skapi.“ Nýr aðstoðarforstjóri, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, tók til starfa í bankanum síðasta fimmtudag. Það er staða sem ekki hefur áður verið til innan bankans.Hvert verður hlutverk hans? „Hann mun hafa mjög stórt hlutverk í þessari vegferð. Ef hefðbundin bankastarfsemi fólst í því að öll lánafyrirgreiðsla endaði á efnahagsreikningnum þá erum við núna að fara í þá átt að aðeins hluti slíkrar lánafyrirgreiðslu mun enda á efnahagsreikningi bankans. Bakgrunnur Ásgeirs og þekking á þessu sviði er mikil. Hann er að koma frá Kviku banka sem hefur tekist vel til við að aðlaga sitt viðskiptamódel nýju regluverki og háum sköttum og sýnt yfirburðaarðsemi í samanburði við aðra banka. Það er aðdáunarvert í ljósi þess að þeir hafa ekki sama skalanleika og stóru bankarnir ættu að hafa. Þetta er því eftirsóknarverð þekking sem við sóttumst eftir og við erum heppin að hafa fengið til liðs við bankann.“Hefur bankinn skoðað að fara sambærilega leið og Kvika við innleiðingu á kaupaukakerfi og gefa út áskriftarréttindi að nýju hlutafé til handa starfsmönnum? „Það hefur ekki komið til sérstakrar skoðunar. Við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum. Kvika og minni fjármálafyrirtæki njóta þess að minna eigið fé er bundið í rekstrinum. Öll slík kaupaukakerfi hafa því fjárhagslega meiri þýðingu fyrir einstaka starfsmenn og eignarhlutur þeirra í félögunum hefur orðið meiri en í stórum banka eins og Arion. Hvatakerfi eru mikilvæg ef þau eru sett upp með langtímasjónarmið í huga. Hagsmunir fara vel saman þegar starfsfólk er hluthafar og hugsar um bankann eins og hluthafar sem hugsa til lengri tíma. Við skráningu á markað í fyrra eignaðist nær allt starfsfólk hlut í bankanum, sem ég tel vera mjög jákvætt.“ Stjórnarformenn Arion banka og Íslandsbanka, og nú síðast bankastjóri Íslandsbanka, hafa rætt mögulega sameiningu banka til að draga úr rekstrarkostnaði.Hafa stjórnendur Arion átt í óformlegum samtölum við fulltrúa Bankasýslunnar eða forsvarsmenn Íslandsbanka um slíkar hugmyndir? „Nei, engin slík samskipti hafa átt sér stað. Við erum bara að vinna í því verkefni að laga hjá okkur reksturinn og gera hann arðbærari. Í það fer allur okkar tími. Það er hægt að færa fram efnahagsleg rök sem mæla með sameiningu banka en líka önnur rök, einkum samkeppnissjónarmið, gegn því. Það er vandséð að hægt yrði að ráðast í sameiningu nema það kæmu til einhverjar lagabreytingar. Þetta er því spurning sem stjórnvöld þurfa í raun að svara.“ Nú er verið að huga að næstu skrefum í söluferli bankanna og ráðherranefnd um efnahagsmál hafa verið kynntar tillögur frá Bankasýslunni.Ættu stjórnvöld að skoða sameiningarhugmyndir betur áður tekin er ákvörðun um að ráðast í sölu á Íslandsbanka eða Landsbankanum? „Ég veit bara að söluferlið er kostnaðarsamt, flókið og langt ferli. Og útkoman er háð mikilli óvissu. Stundum er markaðir góðir og áhugi fjárfesta á Íslandi er mikill. En svo getur það breyst skyndilega. Þannig að þetta verður ávallt að einhverju marki kostnaðarsöm óvissuferð en engu að síður mjög mikilvæg.“Telurðu einhverjar líkur á að hægt verði að selja þá banka sem enn eru í eigu ríkisins, eins og stundum er rætt, til annars erlends banka? „Það er ekkert launungarmál að þetta var skoðað mjög ítarlega við söluferlið á Arion banka og það reyndist ekki vera áhugi á slíku af hálfu erlendra banka. Flestir evrópskir bankar eru uppteknir af því að uppfylla eiginfjárkvaðir og innleiða hjá sér nýtt regluverk. Það fer mikil vinna í það. Þá eru þeir að hagræða í sínu útibúaneti og eins að draga úr starfsemi erlendra starfsstöðva. Það er því ekki ofarlega á þeirra lista að bæta við íslenskum banka á landakortið hjá sér.“ Ef við horfum til sérhæfðari fjárfestingasjóða, sem hafa í einhverjum tilfellum verið að kaupa í evrópskum bönkum, þá voru verðhugmyndir þeirra talsvert frá því sem Kaupþing hafði í huga hvað varðar Arion banka og ég tel að ríkið hafi varðandi sína banka. Þá værum við að selja bankana á miklum afslætti miðað við eigið fé.“ Mengi þeirra fjárfesta sem geta keypt banka er afar lítið – ekki erlendir bankar, sérhæfðir sjóðir né heldur fyrirtækjasamsteypur.Er þá ekki eina leiðin að selja þá í alþjóðlegum útboðum? „Ekki spurning. Eignarhaldið verður sömuleiðis dreift þar sem hinn hefðbundni hluthafi er verðbréfasjóður sem horfir til þess að fjárfesta út um allan heim í mjög dreifðu eignasafni. Þetta er það eignarhald sem er komið á nánast alls staðar í evrópskum fjármálafyrirtækjum sem eru skráð í kauphöll, eins og til dæmis í DNB og Danske Bank, þar sem slíkir alþjóðlegir verðbréfasjóðir eiga meira en helming alls hlutafjár.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það er erfitt að horfa framan í hluthafa þegar arðsemin er undir áhættulausum vöxtum í landinu. Á hverjum degi höfum við þá ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í viðtali við Markaðinn en um tveir mánuðir eru liðnir frá því hann tók við starfinu. Breytingar á bankastjórastól Arion fyrr á árinu komu fæstum á óvart. Miklar breytingar höfðu orðið á eignarhaldinu og afkoman var undir væntingum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var arðsemin aðeins rúmlega þrjú prósent en á síðustu misserum hefur talsvert útlánatap, einkum vegna United Silicon í Helguvík og gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera air, sett þar strik í reikninginn.Hvernig kom það til að þú sóttist eftir starfinu? „Ég kom inn í stjórn bankans í september í fyrra og þegar Höskuldur segir starfi sínu lausu í apríl fer stjórnin að leita að eftirmanni hans. Sem stjórnarmaður tók ég þátt í því ferli en tek síðan ákvörðun um að leggja mitt nafn í þann pott og stíg þá um leið út úr ráðningarferlinu. Það var ákvörðun sem ég tók að vel íhuguðu máli enda um mjög spennandi starf að ræða. Ég tók hins vegar skýrt fram í ferlinu að ég myndi starfa áfram í stjórninni færi svo að ég fengi ekki starfið.“Skynjarðu það að stærstu hluthafar bankans, Taconic Capital og aðrir sjóðir, hafi stutt þig í stólinn? „Það gæti hafa hjálpað en það var þá ekki stuðningur sem var komið á framfæri við mig. Þetta var auðvitað ákvörðun stjórnar. Að hvaða marki hún leitaði eftir endurgjöf frá hluthöfum þekki ég ekki.“ Benedikt var einn af helstu ráðgjöfum stjórnvalda við áætlun um afnám fjármagnshafta en hún fólst meðal annars í stöðugleikaskilyrðum sem lutu að eignarhaldi Kaupþings á Arion. Í kjölfarið var Benedikt ráðinn til Kaupþings, þar sem hann starfaði í tvö ár sem ráðgjafi við sölu og síðar skráningu bankans á markað, og þá var hann kjörinn í stjórn Arion banka fyrir um ári.Heldurðu að það hafi ráðið miklu að stjórnin hafi viljað fá mann sem þekkti Arion banka vel? „Já, það gæti hafa skipt máli við ákvörðunina, og eins vonandi reynsla mín. Ég hóf störf á fjármálamarkaði 1998 hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og mín starfsreynsla er úr bankageiranum enda þótt ég hafi starfað í um tvö ár fyrir stjórnvöld að losun hafta. Það var mjög ánægjulegt og fróðlegt að fylgja því verkefni eftir sem ráðgjafi Kaupþings í söluferli Arion banka. Hugmyndafræðin með stöðugleikaskilyrðunum var að fela slitabúinu það hlutverk að skrá bankann á markað og koma á dreifðu eignarhaldi. Það var ekki litið á það sem eðlilegt ástand ef ríkið hefði eignast alla bankana. Þess vegna var mjög mikilvægt fyrir þróun fjármálakerfisins á Íslandi að það tækist vel til við skráningu bankans á markað á Íslandi og í Svíþjóð.“Erfitt að vera stór eigandiTraust almennings í garð bankakerfisins mælist enn afar lítið. Skiptir máli að breyta því og hvernig hyggst þú leggja þitt af mörkum? „Það skiptir bankann höfuðmáli. Við breytum því aðeins með því að veita góða þjónustu og stunda heilbrigða stjórnarhætti. Það er hið daglega verkefni okkar að ávinna okkur þetta traust aftur. Það er hins vegar ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu heldur verðum við að vinna okkur það inn yfir tíma. Ég myndi segja að það sé eitt af okkar lykilverkefnum.“ Frá falli bankanna hefur allt regluverkið tekið stakkaskiptum og má segja að bankakerfið í dag eigi lítið sameiginlegt með því sem féll haustið 2008. Samt er þetta vantraust mjög ríkjandi.Hefur þeim sem eru í forsvari fyrir bankana ekki mistekist að útskýra fyrir fólki hvað hefur breyst? „Það má örugglega til sanns vegar færa. Ein af þeim lykilbreytingum sem ekki hefur verið komið nægjanlega vel á framfæri er að það gildir nú mun stífara regluverk um virkt eignarhald og hvað virkur eigandi má eiga í miklum viðskiptum við bankana. Þetta þýðir að það er ekki eftirsótt fyrir fyrirtækjasamsteypur og efnameiri einstaklinga að vera stór eigandi í banka af því að það hamlar viðskiptaumsvifum þeirra. Það er hins vegar margt í regluverkinu sem hefur gert starfsemina meira íþyngjandi og kostnaðarsamari. Ísland hefur gengið þjóða lengst við innleiðingu á regluverkinu frá ESB.“Hvernig þá? „Það sést best í samanburði á vogunarhlutföllum sem eru einn helsti mælikvarði þess hversu sterk eiginfjárstaða banka er. Um síðustu áramót var vogunarhlutfall íslensku bankanna að jafnaði um 15 prósent en til samanburðar um 5,5 prósent í Evrópu. Sjónarmiðin sem þarna togast á eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar að starfsumhverfi bankanna sé með þeim hætti að það sé skilvirkt og hagkvæmt. Fjármálaáföll eru vissulega þjóðarbúinu dýr en óskilvirkt fjármálakerfi getur að sama skapi grafið undan getu fjármálafyrirtækja til að þjóna fyrirtækjum og heimilum og þannig dregið úr hagvexti. Við þurfum ávallt að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum. Þessi umræða snýst öðrum þræði um alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands.“Vandinn liggur ekki í krónunni Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur bankanna var hækkaður í maí um 0,5 prósentur og fjármálastöðugleikaráð hefur mælt fyrir því að hann hækki á ný um 0,25 prósent í byrjun næsta árs.Telurðu að það hafi verið mistök? „Ef sveiflujöfnunaraukinn á að vera framsýnn og milda hagsveifluna þegar aðstæður kalla á það, þá er hægt færa fyrir því rök að síðasta hækkun hafi verið misráðin.“ Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabankans, varaði samt nýlega við við því í grein að slakað yrði á eiginfjárkröfum. Það myndi gera bönkunum kleift að auka útlán meira og hraðar með þeim afleiðingum að minnka gæði útlánsafns þeirra og útlánatap yrði meira.Er það ekki rétt athugað? „Ég myndi segja að allar séríslenskar innleiðingar á regluverki ESB þurfi að skoða með aðstæður Íslands í huga og spyrja sig um leið hvaða rök liggi að baki því að við þurfum að vera með mun hærri vogunarhlutföll en bankar annars staðar í Evrópu. Kannski eru rök sem standa til þess sökum einsleitni hagkerfisins en þá þurfum við að vera meðvituð um þann kostnað sem fylgir því að fara þá leið. Það verður dýrara fyrir banka að gegna hlutverki sínu í að miðla fjármagni milli sparifjáreigenda og lántaka og hærri fjármögnunarkostnaður hækkar rekstrarkostnað fyrirtækja og dregur þannig úr getu þeirra til að fjárfesta í nýsköpun og byggja upp sinn rekstur. Spurningin er þá hvort við viljum að okkar atvinnulíf búi við viðvarandi hærra vaxtastig en erlendir keppinautar, sem tengist ekki gjaldmiðlinum sem slíkum, heldur þeirri ástæðu að við erum búin að innleiða mun hærri eiginfjárkröfur en önnur Evrópuríki.“Erum við þá of mikið að einblína á gjaldmiðilinn sem orsök hárra vaxta frekar en heimatilbúnar aðgerðir? „Ekki spurning. Ég held að vandamálið liggi frekar í því hvernig við höfum stillt upp starfsumhverfi bankanna. Við höfum sennilega aldrei búið við jafn styrkar stoðir undir krónuna. Þjóðin hefur aldrei átt stærri gjaldeyrisforða, það hefur verið afgangur á viðskiptum við útlönd samfellt síðustu tíu ár, sparnaðarstigið hefur sjaldnast mælst hærra og erlend eignastaða þjóðarbúsins er jákvæð um sem nemur um fimmtungi af landsframleiðslu. Þessi sterka staða er að skila sér í því að í fyrsta skipti í langan tíma er hægt að lækka vexti myndarlega samhliða því að hagkerfið er í niðursveiflu. Gjaldmiðillinn er stöðugur þar sem við sem þjóð söfnuðum ekki upp skuldum við útlönd í uppsveiflu síðustu ára eins og svo oft áður og hefur iðulega endað að lokum með gengisfalli.“Er Ísland þá að færast nær því að vera skilgreint sem lágvaxtaríki? „Ég held það. Það eina sem ég sé standa í vegi fyrir því eru þessar háu eiginfjárkvaðir á bankana. Það sem bankarnir hafa gert, að einhverju marki, er að þeir hafa tekið á sig þessar auknu kröfur sem endurspeglast þá í lægri arðsemi þeirra. Þær breytingar sem hafa orðið á regluverki og sköttum á fjármálafyrirtæki síðasta áratug hafa leitt til þess að vaxtaálag á útlánum til fyrirtækja þyrfti að ríflega tvöfaldast ef við ætluðum að ná sömu arðsemi og fyrir þá innleiðingu. Bankarnir hafa hins vegar kosið að gera það ekki og það hefur bitnað á afkomunni. En það gengur ekki upp til lengdar. Á endanum munu bankarnir draga úr þessari starfsemi, af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir, og fjármögnun til stærri fyrirtækja færist í auknum mæli á skuldabréfamarkað eða vaxtaálag hækkar og arðsemi bankanna batnar.“Óarðbær útlánavöxturEr ekki sú þróun nú þegar hafin hjá Arion banka þar sem sum stór fyrirtæki, nú síðast Hagar, eru að færa fjármögnun sín annað? „Við höfum verið í góðu samtali við viðskiptavini okkar um að þeir geti fengið betri kjör með því að leitast eftir fjármögnun á skuldabréfamarkaði og vonandi mun bankinn aðstoða þá við þær útgáfur. Markaðurinn virðist í fyrsta sinn í tíu ár vera móttækilegur fyrir þess konar skuldabréfaútgáfum, þá helst skráðra félaga sem eru fjárhagslega sterk og með lága skuldsetningu. Það er hins vegar áhyggjuefni að minni fyrirtækin munu ekki hafa aðgengi að þessari hagstæðu fjármögnun í gegnum skuldabréfamarkaðinn og þurfa því áfram að reiða sig á bankakerfið. Stjórnvöld ættu að mínu mati að innleiða Evróputilskipanir þannig að eiginfjárbinding bankakerfisins vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði sambærileg og þekkist erlendis. Svo er ekki í dag. Það er verið að meðhöndla lán til þeirra eins og um væri að ræða lán til stórra fyrirtækja með tilheyrandi hærri vaxtakostnaði fyrir þau.“ Í tölvupósti til starfsmanna skömmu eftir að Benedikt tók til starfa sagði hann að markmiðið ætti ekki endilega að vera stærsti bankinn en að það skipti máli að skila hluthöfum arði.Finnst þér að forgangsröðunin hafi verið röng á undanförnum árum þar sem of mikil áhersla hafi verið lögð á að vaxa? „Ég held að það sem hafi gerst, ekki aðeins í Arion heldur bönkunum þremur, eigi sér eðlilega skýringu. Bankarnir skiluðu miklum hagnaði 2013 til 2015 sem stafaði einkum af uppfærslu á virði lánasafna, einkum fyrirtækjalána, og annarra eigna sem þeir fengu til sín þegar þeir voru endurreistir 2009. Á sama tíma voru tveir af bönkunum í eigu slitabúa sem voru að vinna að því að klára nauðasamninga og leysa vandamál sem tengdust krónueignum þeirra og stóðu í vegi fyrir losun hafta. Þeir höfðu af þeim sökum engan áhuga á að fá til sín arðgreiðslur frá bönkunum í krónum sem hefðu aðeins endað hjá slitabúunum og gert vandann enn stærri. Stjórnendur bankanna fá þessi skilaboð frá hluthöfunum og því fara þeir frekar í að stækka efnahagsreikninginn með því að auka útlán umtalsvert. Þetta gerist hjá öllum bönkunum á sama tíma og samkeppnin milli þeirra verður mikil. Það var gott fyrir viðskiptavinina, sem fá betri vaxtakjör, en ekki fyrir arðsemi bankanna.“En mætti ekki segja að þessi staða sem þú lýstir sé enn til staðar hjá þeim bönkum sem eru í eigu ríkisins þar sem er kannski ekki sama krafan um að greiða út arð til hluthafans? „Nú hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að bankarnir minnki og maður hefði haldið að það væri þá ákall til stjórnenda að þeir hagi vexti í samræmi við það – ekki hvað síst vegna þess að við sjáum að það eru fjölmargir aðrir aðilar, eins og hinir sístækkandi lífeyrissjóðir, sem geta tekið sér það hlutverk að miðla fjármagni til fyrirtækja. En það virðist ekki vera þróunin. Ef við lítum á útlán á fyrri árshelmingi þá var Arion sá eini þar sem útlánasafnið var að minnka á meðan hinir bankarnir eru enn í vexti.“Benedikt tók við starfi bankastjóra Arion banka fyrr á þessu ári.fréttablaðið/ernirBankinn er á krossgötumÁskorunin sem þú stendur frammi fyrir er því að uppfæra viðskiptamódelið að breyttu umhverfi? „Ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna. Við verðum að nálgast verkefnið út frá þeirri forsendu að bankarnir muni búa við háar eiginfjárkröfur, skattlagningin verði íþyngjandi og að áfram verði miklar áskoranir í rekstrar- og samkeppnisumhverfinu. Það er stefnumótunarvinna í gangi innan bankans og ég held að við munum sjá viðskiptamódel sem byggir meira á milliliðahlutverki þar sem efnahagsreikningurinn er notaður með sértækari hætti og á því að veita þjónustu sem felur ekki í sér mikla eiginfjárbindingu. Ég verð að segja að það að stýra fyrirtæki sem er skráð á markað, og þurfa að standa frammi fyrir hluthöfum ársfjórðungslega og fara yfir reksturinn, veitir okkur mikið aðhald. Bankinn er í stöðugri samkeppni við fjártæknifyrirtæki og önnur fjármálafyrirtæki sem geta hreyft sig hraðar og sérhæft sig í einstökum arðbærum viðskiptalínum. Sú stafræna vegferð sem bankinn hefur verið á er að skila því að á meðan um 900 manns heimsækja útibúin okkar daglega eru hátt í 40 þúsund manns að nota appið. Það er nýja útibúið og miklu hagkvæmari dreifileið. Við munum halda áfram að starfrækja útibú á meðan viðskiptavinirnir vilja koma þangað en þróunin er sú að færri og færri heimsækja þau. Það gefur okkur tækifæri til að hagræða í rekstrinum enda þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Ef efnahagsreikningurinn dregst saman þá minnka umsvifin að sama skapi.“ Nýr aðstoðarforstjóri, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, tók til starfa í bankanum síðasta fimmtudag. Það er staða sem ekki hefur áður verið til innan bankans.Hvert verður hlutverk hans? „Hann mun hafa mjög stórt hlutverk í þessari vegferð. Ef hefðbundin bankastarfsemi fólst í því að öll lánafyrirgreiðsla endaði á efnahagsreikningnum þá erum við núna að fara í þá átt að aðeins hluti slíkrar lánafyrirgreiðslu mun enda á efnahagsreikningi bankans. Bakgrunnur Ásgeirs og þekking á þessu sviði er mikil. Hann er að koma frá Kviku banka sem hefur tekist vel til við að aðlaga sitt viðskiptamódel nýju regluverki og háum sköttum og sýnt yfirburðaarðsemi í samanburði við aðra banka. Það er aðdáunarvert í ljósi þess að þeir hafa ekki sama skalanleika og stóru bankarnir ættu að hafa. Þetta er því eftirsóknarverð þekking sem við sóttumst eftir og við erum heppin að hafa fengið til liðs við bankann.“Hefur bankinn skoðað að fara sambærilega leið og Kvika við innleiðingu á kaupaukakerfi og gefa út áskriftarréttindi að nýju hlutafé til handa starfsmönnum? „Það hefur ekki komið til sérstakrar skoðunar. Við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum. Kvika og minni fjármálafyrirtæki njóta þess að minna eigið fé er bundið í rekstrinum. Öll slík kaupaukakerfi hafa því fjárhagslega meiri þýðingu fyrir einstaka starfsmenn og eignarhlutur þeirra í félögunum hefur orðið meiri en í stórum banka eins og Arion. Hvatakerfi eru mikilvæg ef þau eru sett upp með langtímasjónarmið í huga. Hagsmunir fara vel saman þegar starfsfólk er hluthafar og hugsar um bankann eins og hluthafar sem hugsa til lengri tíma. Við skráningu á markað í fyrra eignaðist nær allt starfsfólk hlut í bankanum, sem ég tel vera mjög jákvætt.“ Stjórnarformenn Arion banka og Íslandsbanka, og nú síðast bankastjóri Íslandsbanka, hafa rætt mögulega sameiningu banka til að draga úr rekstrarkostnaði.Hafa stjórnendur Arion átt í óformlegum samtölum við fulltrúa Bankasýslunnar eða forsvarsmenn Íslandsbanka um slíkar hugmyndir? „Nei, engin slík samskipti hafa átt sér stað. Við erum bara að vinna í því verkefni að laga hjá okkur reksturinn og gera hann arðbærari. Í það fer allur okkar tími. Það er hægt að færa fram efnahagsleg rök sem mæla með sameiningu banka en líka önnur rök, einkum samkeppnissjónarmið, gegn því. Það er vandséð að hægt yrði að ráðast í sameiningu nema það kæmu til einhverjar lagabreytingar. Þetta er því spurning sem stjórnvöld þurfa í raun að svara.“ Nú er verið að huga að næstu skrefum í söluferli bankanna og ráðherranefnd um efnahagsmál hafa verið kynntar tillögur frá Bankasýslunni.Ættu stjórnvöld að skoða sameiningarhugmyndir betur áður tekin er ákvörðun um að ráðast í sölu á Íslandsbanka eða Landsbankanum? „Ég veit bara að söluferlið er kostnaðarsamt, flókið og langt ferli. Og útkoman er háð mikilli óvissu. Stundum er markaðir góðir og áhugi fjárfesta á Íslandi er mikill. En svo getur það breyst skyndilega. Þannig að þetta verður ávallt að einhverju marki kostnaðarsöm óvissuferð en engu að síður mjög mikilvæg.“Telurðu einhverjar líkur á að hægt verði að selja þá banka sem enn eru í eigu ríkisins, eins og stundum er rætt, til annars erlends banka? „Það er ekkert launungarmál að þetta var skoðað mjög ítarlega við söluferlið á Arion banka og það reyndist ekki vera áhugi á slíku af hálfu erlendra banka. Flestir evrópskir bankar eru uppteknir af því að uppfylla eiginfjárkvaðir og innleiða hjá sér nýtt regluverk. Það fer mikil vinna í það. Þá eru þeir að hagræða í sínu útibúaneti og eins að draga úr starfsemi erlendra starfsstöðva. Það er því ekki ofarlega á þeirra lista að bæta við íslenskum banka á landakortið hjá sér.“ Ef við horfum til sérhæfðari fjárfestingasjóða, sem hafa í einhverjum tilfellum verið að kaupa í evrópskum bönkum, þá voru verðhugmyndir þeirra talsvert frá því sem Kaupþing hafði í huga hvað varðar Arion banka og ég tel að ríkið hafi varðandi sína banka. Þá værum við að selja bankana á miklum afslætti miðað við eigið fé.“ Mengi þeirra fjárfesta sem geta keypt banka er afar lítið – ekki erlendir bankar, sérhæfðir sjóðir né heldur fyrirtækjasamsteypur.Er þá ekki eina leiðin að selja þá í alþjóðlegum útboðum? „Ekki spurning. Eignarhaldið verður sömuleiðis dreift þar sem hinn hefðbundni hluthafi er verðbréfasjóður sem horfir til þess að fjárfesta út um allan heim í mjög dreifðu eignasafni. Þetta er það eignarhald sem er komið á nánast alls staðar í evrópskum fjármálafyrirtækjum sem eru skráð í kauphöll, eins og til dæmis í DNB og Danske Bank, þar sem slíkir alþjóðlegir verðbréfasjóðir eiga meira en helming alls hlutafjár.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira