Sport

"Drullaðu þér út af skrifstofunni“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hue Jackson á hliðarlínunni hjá Browns.
Hue Jackson á hliðarlínunni hjá Browns. vísir/getty
NFL-þjálfarinn Hue Jackson tók því vægast sagt illa þegar hann var rekinn frá Cleveland Browns í vetur.

Þó svo Jackson hafi verið í tómu tjóni með lið Browns þá fékk hann ótrúlega þolinmæði frá stjórn félagsins. Honum var þó ekki þakklæti efst í huga þegar hann fékk sparkið.

„Drullaðu þér út af skrifstofunni minni,“ öskraði Jackson að framkvæmdastjóranum, John Dorsey, þegar hann var rekinn. Dorsey tjáði Jackson þá að hann hefði tapað klefanum og væri rekinn.

Jackson vann aðeins 3 leiki en tapaði 36 sem þjálfari Browns. Hann fékk að stýra liðinu ótrúlega lengi miðað við árangur.

Eftir brottför Jackson snarlagaðist leikur Browns sem stóð sig ágætlega í vetur eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum leiktíðina 2017.

NFL

Tengdar fréttir

Neitaði að faðma gamla þjálfarann sinn | Myndband

Samskipti Baker Mayfield, leikstjórnanda Cleveland Browns, og Hue Jackson, fyrrum þjálfara Cleveland og núverandi þjálfara hjá Cincinnati, eftir leik liðanna í gær voru mjög áhugaverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×