Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:47 Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör og í framhaldinu verða fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og Landspítala kallaðir fyrir nefndina til að ræða rekstrarhalla Landspítalans. Rekstrarvandi Landspítalans hefur verið til umræðu að undanförnu. Til að mynda liggur fyrir að fjórum framkvæmdastjórum verði sagt upp auk þess tímabundnar ráðningar fimm annarra framkvæmdastjóra eru að renna sitt skeið á enda. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir að rekstrarvandi spítalans verði tekinn fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Já alveg örugglega. Nú eigum við eftir að fá sex mánaða uppgjörið til nefndarinnar og þegar nefndarmenn og nefndin erum búin að fara yfir það og ræða á fundi með fjármálaráðuneytinu þá munum við kalla til hlutaðeigandi aðila, þá heilbrigðisráðuneytið og forstöðumenn Landspítalans. Hann kveðst ekki vita hversu miklum fjárhæðum framúrkeyrslan nemi, enda hafi hann ekki fengið sex mánaða uppgjör í hendurnar. Of snemmt sé að segja til um það hvort eða með hvaða hætti rekstrarhallinn í ár hafi áhrif á fjárlög næsta árs.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm„Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að einhver halli sem kann að myndast, hvernig hann er í raun og veru afgreiddur. Það stefndi í halla í ársfjórðungsuppgjöri og þar skilaði ráðuneytið tillögum í samstarfi við Landspítalann og við þurfum að fara yfir gaumgæfilega yfir það svona hvernig hefur tekist til með þær,“ segir Willum. Eftir atvikum verði þá skoðað hvað hafi brugðist og hvernig hallinn er tilkominn. Það sé alltaf alvarlegt mál þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum. „Þetta eru í raun og veru lög frá Alþingi og í sjálfu sér ekki heimild til þess að fara yfir á fjárlögum,“ segir Willum. Fjárlaganefnd kemur saman til fundar á fimmtudaginn í næstu viku en fjárlagafrumvarp ársins 2020 verður fyrsta mál þingvetrarins. Þá liggur einnig fyrir fjárlaganefnd að fara yfir ársskýrslur ráðherra en á fundi nefndarinnar í næstu viku verður fyrst farið yfir sex mánaða uppgjör frá fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira