Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:30 Svæði við Hvalárósa. Mynd/Tómas Guðbjartsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15