Lífið samstarf

Gerðu sushi-köku á Unglingalandsmóti UMFÍ

UMFÍ kynnir
Björg Gunnlaugsdóttir hefur sótt Unglingalandsmót UMFÍ frá því hún var 6 vikna gömul.
Björg Gunnlaugsdóttir hefur sótt Unglingalandsmót UMFÍ frá því hún var 6 vikna gömul.
„Ég hef farið á öll unglingalandsmótin frá því ég var 6 vikna gömul, árið 2006, en þá var elsta systir mín orðin 11 ára og keppti. Síðan þá höfum við fjölskyldan mætt. Ég og þrjár eldri systur mínar höfum allar byrjað að keppa 11 ára og verið duglegar að taka þátt,“ segir Björg Gunnlaugsdóttir, 13 ára frá Egilsstöðum. Hún ætlar sannarlega að skella sér á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina og keppa í frjálsum íþróttum og fótbolta. Núna fara eingöngu foreldrar hennar með þar sem eldri systurnar eru vaxnar upp úr mótinu.

Björg segir hvert einasta landsmót hafa verið skemmtilegt og mælir með því að allir krakkar sem orðnir eru 11 ára skrái sig og taki þátt. Dagskráin sé fjölbreytt og stemmingin góð.

„Það er frábært að koma til að keppa og allir geta fundið eitthvað sem hentar þeim. En það var líka alltaf gaman að mæta á mótið sem yngra systkini því það var svo margt í boði og mikið um að vera,“ segir Björg. „Stemmingin er „helluð.“ Það er svo gaman að hitta krakka alls staðar af landinu og vera með þeim í alls konar keppnum og skemmtidagskrá. Svo er stemmingin á tjaldsvæðinu alveg geggjuð. þetta er skemmtilegt fyrir alla.“

Björg ásamt frænku sinni Olgu Ingibjörgu en saman tóku þær þátt í kökuskreytingakeppni á síðasta móti.
Björg hefur prófað ýmsar greinar á Landsmótum og tók meðal annars þátt í kökuskreytingakeppni ásamt frænku sinni, Olgu Ingibjörgu Einarsdóttur. Olga er í Kópavogsskóla og er í UMSK en Björg í Egilsstaðaskóla og í UÍA. Kökuskreytingin var undir japönskum áhrifum.   

„Þemað í fyrra var hafið. Við bjuggum til sushi og skreyttum bitana með kókosmjöli, lakkríslengjum og hlaupi þannig að kökurnar litu út eins og alvöru sushibitar.  Þetta var mjög skemmtilegt. Við höfðum gaman af að taka þátt saman og það var líka skemmtilegt hvað okkur tókst að gera flott sushi og hvað það vakti mikla athygli,“ segir Björg.

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði er í fullum gangi og lýkur á miðnætti 29. júlí.



Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.