Aron Einar lék allan leikinn í grátlegu tapi gegn Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Einar lék allan leikinn á miðju Cardiff
Aron Einar lék allan leikinn á miðju Cardiff vísir/getty
Chelsea heimsótti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag og var íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á sínum stað í byrjunarliði Cardiff.

Maurizio Sarri ákvað að hefja leik með Eden Hazard á varamannabekknum og það var ekki að virka vel fyrir Chelsea því þeir náðu ekki að ógna marki Cardiff að neinu viti í fyrri hálfleik. Raunar gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi jöfn, 0-0.

Síðari hálfleikur var svo rétt nýhafinn þegar Cardiff komst yfir með marki Victor Camarasa. Fljótlega í kjölfarið var Eden Hazard sendur á vettvang til að bjarga málunum.

Chelsea jafnaði hins vegar ekki metin fyrr en á 84.mínútu með ólöglegu marki þegar Cesar Azpilicueta skoraði en hann var rangstæður. Það fór framhjá línuverðinum og markið fékk því að standa. 

Gestirnir stálu svo sigrinum í uppbótartíma en þá var það varamaðurinn Ruben Loftus Cheek sem kom boltanum í netið. Lokatölur 1-2 fyrir Chelsea.

Mikilvæg stig í sarpinn fyrir Chelsea en grátlegt tap fyrir Cardiff sem er fimm stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira