Hópfjármögnun á berklasafni á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2019 20:00 Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér. Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Hópfjármögnun á berklasafni í Eyjafjarðarsveit er á lokametrunum. Stofnandin safnsins segir að mikilvægt sé að halda sögu Hvíta dauðans, eins og berklaveikin var kölluð, á lofti enda hafi hann haft áhrif á fjölmarga Íslendinga. Að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit er draumur Maríu Pálsdóttur um berklasafn á æskuslóðum hennar óðum að verða að veruleika. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að setja upp safnið í gömlu starfsmannahúsi sem var að drabbast niður. Berklar skipa stóran sess í sögu Kristness enda var þar reist berklahæli árið 1927 sem fylltist fljótt af fárveikum berklasjúklingum. Sjúkrahúsið á Akureyri er nú með starfsemi í aðalhúsinu á meðan sum hús sem tengdust hælinu hafa ekki fengið ný hlutverk, þar til nú. „Þau hafa látið á sjá síðan ég var krakki og lék mér hérna og ég hugsaði: Af hverju gerir ekki einhver eitthvað. Svo bara laust því í höfuðið á mér. Af hverju geri ég ekki eitthvað og þá fór boltinn að rúlla og ég að hugsa. Mér fannst eðlilegast að tengja þetta við sögu staðarins,“ segir María Pálsdóttir, stofnandi safnsins. María, ásamt samstarfsfélaga sínum Auði Ösp, hefur unnið hörðum höndum að því að koma húsinu í stand og vonast hún til þess að safnið geti opnað í vor. Fjármögnun verkefnisins fer í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund og er á lokametrunum. Aðeins vantar nokkur þúsund krónur upp í þær 2,8 milljónir sem María vill safna til þess að geta opnað safnið. Hún vonast til þess að ná takmarkinu enda segir hún mikilvægt að saga berklaveikinnar falli ekki í gleymsku.Ekki er langt í land.Mynd/Skjáskot„Það var kannski ekkert hugguleg hugmynd, berklar, en því meira sem ég stúderaði og grúskaði og skoðaði og spurði, því forvitnilegri fannst mér þessi saga og því mikilvægara fannst mér að halda henni á lofti, ekki gleyma henni og ekki týna henni og gera eitthvað við hana,“ segir María. Þannig hafi hún fljótt komist að því að berklaveikin hafi snert gríðarlega marga Íslendinga, þar á meðal hennar eigin fjölskyldu. „Ég til dæmis vissi það ekki fyrr en ég fór sjálf að grúska í þessu að afi minn fékk berkla í olnboga og það stóð til að taka af honum handlegginn. En langamma mín kom í veg fyrir það. Hann hélt handleggnum. Var reyndar með frekar visinn og snúinn handlegg og gat þess vegna ekki þvegið sér sjálfur um hárið. Ég hélt alltaf að þetta væri ástarjátning ömmu til afa að þvo honum um árið en þetta voru sem sagt berklarnir,“ segir María.Nánar má fræðast um söfnunina hér.
Eyjafjarðarsveit Menning Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira