Körfubolti

Hiti í Grindavík: Klinki kastað inn á völlinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik í einvíginu.
Úr leik í einvíginu. vísir/bára
Klinki var hent inn á völlinn í leik Grindavíkur og Stjörnunnar er liðin mættust í fjórða leik átta liða úrslitanna í Dominos-deild karla.

Stjarnan hafði betur í leiknum og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en undir lok leiksins henti einn stuðningsmaður Grindavíkur klinki í Antti Kanervo.

Eftir að peningurinn hafði haft viðkomu í Antti, sem lá eftir, skoppuðu þeir til Arnars Guðjónssonar, sem tók þá upp og labbaði inn á völlinn. Leikurinn var þó stopp.

Arnar sýndi dómurum leiksins peningana og klappai svo kaldhæðnislega fyrir stuðningsmönnum Grindavíkur. Mönnum heitt í hamsi. Eftir leikinn bað svo Arnar dómara leiksins afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×