Lífið samstarf

Raunveruleg ógn við heilbrigði

Florealis kynnir
,,Til að geta dregið úr notkun sýklalyfja þurfa aðrar öruggar leiðir að vera í boði,” segir Sandra Mjöll, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri Florealis. Fyrirtækið hefur markaðsett viðurkennt jurtalyf gegn þvagfærasýkingum.
,,Til að geta dregið úr notkun sýklalyfja þurfa aðrar öruggar leiðir að vera í boði,” segir Sandra Mjöll, doktor í líf- og læknavísindum og vörustjóri Florealis. Fyrirtækið hefur markaðsett viðurkennt jurtalyf gegn þvagfærasýkingum. Leifur Wilberg
Sýklalyfjaónæmi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og er orðin ein stærsta ógnin við heilbrigði sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Ástæðurnar má rekja til ógætilegrar notkunar sýklalyfja bæði í matvælaiðnaði og læknisfræði. Nauðsynlegt er að draga úr óþarfa notkun sýklalyfja eins og hægt er til að stemma stigu við fjölgun ónæmra stofna baktería. Best er að reyna að fyrirbyggja sýkingar eða nota aðrar leiðir til að meðhöndla vægar sýkingar áður en þær komast á það stig að sýklalyfja gerist þörf.

Einstök lausn án sýklalyfja

Florealis býður uppá jurtalyfið Lyngonia. Lyfið er eina viðurkennda meðferðin við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum sem ekki er hefðbundið sýklalyf. Jurtalyf eru mikilvægur kostur í baráttunni við sýklalyfjaónæmi. Ólíkt hefðbundnum lyfjum innihalda þau virk efni, unnin beint úr plöntum, sem hafa að geyma blöndu flókinna efnasambanda en það gerir bakteríum erfitt að mynda ónæmi.

,,Okkur er mjög umhugað um þetta málefni og það er ein ástæða þess að við ákváðum að setja lyfið Lyngonia á markað. Til að geta dregið úr notkun sýklalyfja þurfa aðrar öruggar leiðir að vera í boði,” segir Sandra Mjöll, vörustjóri hjá Florealis og doktor í líf- og læknavísindum. 

,,Þvagfærasýkingar eru mjög algengar hjá konum og hátt hlutfall þeirra sem fá slíkar sýkingar fá þær endurtekið. Þetta veldur því að hluti kvenna þarf ítrekað að taka sýklalyf til að draga úr einkennum. Það eykur verulega  líkur á því að sýklalyfjaónæmi þróist og þá hætta lyfin að virka,” heldur Sandra áfram.

 

Lyngonia.
Geta komist hjá notkun sýklalyfja

Lyngonia er jurtalyf sem unnið er úr stöðluðum útdrætti úr sortulyngi. ,,Lyngonia inniheldur efnið arbútín sem er skilið út í þvagi í háum styrk. Ef sýking er til staðar þá er arbútínið klofið í niðurbrotsefni sem hefur bakteríuhemjandi verkun. Bakteríurnar eitra því fyrir sjálfum sér.”

Lyngonia er ætlað konum sem fá endurteknar þvagfærasýkingar þegar búið að útiloka alvarlega kvilla af lækni. Lyfið vinnur gegn sýkingunni og einkennum hennar t.d. bruna við þvaglát og ítrekaða þvagþörf. Lyfið fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart. ,,Lyngonia er virk meðferð við þvagfærasýkingu og á ekki að taka sem fyrirbyggjandi meðferð. Lyfið byrjar að virka strax og ættu einkenni að hverfa á fjórum dögum. Þetta er frábær kostur fyrir þær konur sem eru endurtekið með slíkar sýkingar og þær geta jafnvel komist hjá notkun sýklalyfja ef Lyngonia er notað rétt,” segir Sandra að lokum.

Gagnlega upplýsingar:

Lyngonia fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og ætlað konum eldri en 18 ára. Notkun er 2 töflur 2-4 sinnum á dag og ekki skal nota lyfið lengur en viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun skal hafa samband við lækni. Ekki á að nota Lyngonia ef truflun er á nýrnastarfsemi. Tilgreindar ábendingar eru eingöngu byggðar á langri sögu um notkun lyfsins. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. 

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is og á www.florealis.is/lyngonia

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×