Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 10:58 Ocasio-Cortez dansaði við lagið Lisztomania með hljómsveitinni Phoenix. Skjáskot/Youtube Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38