Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tuttuguogeinum starfsmanni fiskvinnslunnar Hafnarnes VER í Þorlákshöfn var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar segir uppsagnirnar á ábyrgð Hafrannsóknarstofnunar og sjávarútvegsráðherra. Vafasöm og óvísindaleg ráðgjöf Hafró vegna fiskveiði á sæbjúgum hafi grafið undan fyrirtækinu þegar skorið var niður sextíu prósent aflamagn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30

Einnig verður rætt við forstjóra Icelandair. Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá félaginu verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi.

Fjallað verður um líflátshótanir sem utanríkismálaráðherra hefur fengið vegna þriðja orkupakkans, um nikótíneitrun sem tollvörður varð fyrir af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins og við höldum áfram að fjalla um umferðarhnúta sem gera borgarbúum lífið leitt.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×