Funda um viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 12:11 Hluti sendinefndar Bandaríkjanna sést hér yfirgefa hótel í Peking og halda til móts við kínversku sendinefndina. Getty/Giulia Marchi Sendinefndir Bandaríkjanna og Kína sitja nú á rökstólum í Peking með það fyrir augum að binda enda á viðskiptastríð ríkjanna tveggja. Til stendur að viðræðurnar muni standa yfir í tvo daga en þetta eru fyrstu formlegu fundahöld ríkjanna frá því að þau ákváðu að bera klæði á viðskiptavopnin í 90 daga undir lok síðasta árs. Hvorugt ríkið hefur viljað tjá sig formlega um gang viðræðna. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins lét hins vegar hafa eftir sér að sendinefnd síns ríkis hefði trú á því að hægt verði að finna lausn í málinu, sem byggi á gagnkvæmri virðingu og jafnrétti.Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir hagfræðingi að ekki séu miklar vonir bundnar við það að stór tíðindi muni berast að viðræðunum loknum. Það sé einfaldlega talið að of mikið skilji ríkin að til að hægt sé að ná lendingu á aðeins tveimur dögum. Gert er ráð fyrir að helstu þrætueplin verði hugverkaréttindi, sem Bandaríkjamenn segja að Kínverjar neiti að framfylgja, og iðnaðarmál. Ljóst er að mikið er undir, enda um að ræða tvö stærstu iðnveldi heims. Náist ekki farsæl niðurstaða gætu ríkin haldið áfram að leggja tolla á vörur hvers annars, sem þegar hefur kostað ríkin hundruð milljarða dala. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sendinefndir Bandaríkjanna og Kína sitja nú á rökstólum í Peking með það fyrir augum að binda enda á viðskiptastríð ríkjanna tveggja. Til stendur að viðræðurnar muni standa yfir í tvo daga en þetta eru fyrstu formlegu fundahöld ríkjanna frá því að þau ákváðu að bera klæði á viðskiptavopnin í 90 daga undir lok síðasta árs. Hvorugt ríkið hefur viljað tjá sig formlega um gang viðræðna. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins lét hins vegar hafa eftir sér að sendinefnd síns ríkis hefði trú á því að hægt verði að finna lausn í málinu, sem byggi á gagnkvæmri virðingu og jafnrétti.Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir hagfræðingi að ekki séu miklar vonir bundnar við það að stór tíðindi muni berast að viðræðunum loknum. Það sé einfaldlega talið að of mikið skilji ríkin að til að hægt sé að ná lendingu á aðeins tveimur dögum. Gert er ráð fyrir að helstu þrætueplin verði hugverkaréttindi, sem Bandaríkjamenn segja að Kínverjar neiti að framfylgja, og iðnaðarmál. Ljóst er að mikið er undir, enda um að ræða tvö stærstu iðnveldi heims. Náist ekki farsæl niðurstaða gætu ríkin haldið áfram að leggja tolla á vörur hvers annars, sem þegar hefur kostað ríkin hundruð milljarða dala.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42
Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44