Indland vann flottan 4-1 sigur á Tælandi í fyrsta leik sínum í Asíubikarnum í gær eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Asíubikarinn fer að þessu sinni fram í Sameinuðu arabíska furstadæmunum.
Indverjar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og byrja Asíubikarinn mjög vel. Þeir eiga síðan eftir að mæta Barein og heimamönnum í Sameinuðu arabíska furstadæmunum. Tvö efstu liðin komast áfram sextán liða úrslitin.
Sunil Chhetri, fyrirliði indverska liðsins, fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan.
Nothing beats postmatch celebrations with the fans! #AsianCup2019pic.twitter.com/JFbAxuHKTS
— #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019
Sunil Chhetri skoraði tvö marka Indlands í leiknum en hin mörkin skoruðu þeir Anirudh Thapa og Jeje Lalpekhlua. Allir leikmenn indverska landsliðsins spila í heimalandinu.
Íslenska landsliðið á náttúrulega engan einkarétt á Víkingaklappinu sem hefur farið sigurför um heiminn eftir að íslensku strákarnir gerðu það heimsfrægt með frábærum árangri sínum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.
The Indians are having a party #AsianCup2019pic.twitter.com/0e0EZZrwgm
— #AsianCup2019 (@afcasiancup) January 6, 2019