Fótbolti

Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Þorsteinsson er óumdeildur.
Geir Þorsteinsson er óumdeildur. vísir/vilhelm
Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ og formannsframbjóðandi, virðist eiga lítið inni hjá sumum sem honum tengdust þegar að hann var formaður Knattspyrnusambandsins frá 2007-2017.

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru báðar búnar að úthúða honum á Twitter og lýsa yfir stuðningi við Guðna og Hallgrímur Jónasson, fyrrverandi landsliðsmaður, bættist í hópinn í gær.

Nú skýtur Garðar Örn Hinriksson, fyrrverandi úrvalsdeildar- og milliríkjadómari, föstum skotum að Geir á Twitter-síðu sinni og segir hann hreinlega ekki hafa gert neitt fyrir dómara á sínum tíma.

„Hann var annar varaformaður í dómaranefnd UEFA. Það breytti engu. Hann hefði getað gert svo margt fyrir okkur en gerði ekki skít. Við vorum nógu góðir að við töldum en ekki nógu merkilegir í hans augum,“ segir Garðar á Twitter.

„Og ekki gerði hann mikið fyrir íslenska knattspyrnudómara heldur. Þekki ekki þann sem situr núna við völd en andskotinn hafi það, hann getur ekki verið verri en sá sem sat í stólnum áður.“

Kosning til formanns fer fram á ársþingi KSÍ á morgun en ef marka má könnun íþróttadeildar mun Guðni Bergsson skúra gólfið með Geir í þeirri kosningu og ekki eru leikmenn og dómarar að hjálpa fyrrverandi formanninum í slagnum á lokametrunum.


Tengdar fréttir

Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni

Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi.

KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson

Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×