Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 19:02 Fiskistofa gerði meðal annars athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðar sínar fyrir síðasta veiðitímabil. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf útgerðarfyrirtækinu Hval hf. leyfi til að veiða á langreyði næstu fimm árin í dag. Fyrr á þessu ári ákvað ráðuneytið að framlengja veiðar á langreyði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára. Hvalur hf. sótti um úthlutun veiðiheimilda á langareyði um miðjan mars. Útgerðin var einnig með leyfi til að veiða langreyði á síðasta tímabili sem náði frá 2014 til 2018. Veiddar voru tæplega 150 langreyðar við Ísland í fyrra en þá hófst vertíðin 19. júní. Engin langreyður hefur verið veidd á þessu ári þar sem umsókn Hvals hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu þar til í dag. Ólafur Ólafsson, skipstjóri á einu hvalveiðiskipa Hvals hf., sagði fréttstofu Stöðvar 2 í byrjun júní að engar hvalveiðar yrðu þetta sumarið vegna þessa að veiðileyfið hefði ekki verið afgreitt nægilega fljótt. Af gögnum um umsóknina sem fréttastofa fékk afhent frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var hún send Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun til umsagnar. Fiskistofa gerði athugasemd við að Hvalur hf. hefði ekki skilað dagbókum um langreyðarveiðarnar fyrir vertíðirnar 2014 til 2018 sem mælt var fyrir um í veiðileyfinu. Farist hefði fyrir hjá Fiskistofu að ganga á eftir þeim. Við veitingu veiðileyfisins nú var ákveðið að útgerðin þyrfti að hafa frumkvæði að því að skila dagbókunum þó að Fiskistofa kallaði ekki eftir þeim sérstaklega. Kveðið er á um í leyfinu að hægt sé að svipta útgerðina veiðileyfinu tímabundið eða varanlega standi hún ekki skil á dagbókunum. Í dagbókina á meðal annars að skrá upplýsingar um skipið, áhöfnina, ferðir þess, veiðarnar og löndun.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Hvalur hf. ekki fengið nýtt leyfi til langreyðaveiða Vertíð síðasta árs hófst um miðjan júní. 3. júlí 2019 20:49