Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:15 Vélar á vegum Ryanair og Lufthansa á flugbraut í Frankfurt. Getty/Bloomberg Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00