Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 19:00 Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira