Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram.
Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp.
Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu.
„Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“
Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.”
Arion kaupir sprota úr eigin hraðli
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Vaktin: Tollar Trump valda usla
Viðskipti erlent

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Viðskipti erlent


ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum
Viðskipti innlent

Öll félög lækkuðu nema þrjú
Viðskipti innlent

Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni
Viðskipti innlent

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Viðskipti innlent

Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll
Viðskipti erlent

Bezos sagður hafa boðið í Tiktok
Viðskipti erlent