„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 07:00 Donald Trump við komuna til Bretlands. AP/Frank Augstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn. Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn.
Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30