Að missa barn úr fíkniefnaneyslu er einu barni of mikið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 18:12 Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00
Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15