Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2019 11:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar. Vísir Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15