Jadon Sancho skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Borussia Dortmund vann Bayern München, 2-0, í Ofurbikarnum í Þýskalandi í kvöld.
Þetta er í sjötta sinn sem Dortmund vinnur þennan titil. Bayern hefur unnið hann oftast allra liða, eða sjö sinnum.
Staðan var markalaus í hálfleik á Signal Iduna Park í Dortmund í kvöld.
Á 48. mínútu komst Dortmund yfir marki spænska framherjans Pacos Alcácer. Hann fékk boltann á vítateigslínunni eftir frábæran sprett Sanchos og skoraði með viðstöðulausu skoti framhjá Manuel Neuer í marki Bayern.
Sancho skoraði svo annað mark Dortmund á 69. mínútu eftir að hann slapp í gegnum vörn Bayern. Lokatölur 2-0, Dortmund í vil.
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst um þarnæstu helgi. Bæði Dortmund og Bayern eiga hins vegar bikarleiki í millitíðinni.
Sancho skoraði og lagði upp í sigri á Bayern í Ofurbikarnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði
Fótbolti




„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn