Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir í nótt. Við segjum frá jarðskjálftanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni.

Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins telur nýja reglugerð um útlendinga vera til bóta fyrir flóttafólk á Íslandi en hún komi þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Málefni afganskra flóttafjölskyldna hafa vakið mikla athygli í vikunni en fjallað verður nánar um málið í fréttatímanum.

Þá segjum við einnig fráþví að ný veðurstöð hefur risiðá Selfossi sem var kærkomin viðbót að sögn formanns framkvæmda og veitustjórnar Árborgar.

Ein stærsta ferðahelgi ársins stendur nú yfir. Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa yfir víða um land veðrið og leikur við landsmenn. Við förum um víðan völl í fréttatímanum og tökum púlsinn á stemningunni innan bæjar sem utan.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×