Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 15:08 Richard Gere, leikari, talar við flóttafólk á Miðjarðarhafinu. aP/Valerio Nicolosi Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár. Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. Hann flutti með sér matvæli um borð í skipið en það hefur verið staðsett nærri ítölsku eyjunni Lampedusa í meira en viku. Því hefur verið neitað hafnarstæði bæði á Ítalíu og Möltu. Löndin tvö krefja önnur Evrópuríki um að taka á móti fleira flóttafólki sem kemur yfir hafið. Leikarinn, sem er orðinn 69 ára gamall, ræddi við nokkra flóttamenn, sem flúðu frá Líbíu um borð í smyglbátum sem ekki voru sjófærir, áður en þeim var bjargað. Á meðal flóttafólksins var ungur maður og kornabarn hans. Gere hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu og hefur reglulega verið tekið virkan þátt í loftslagsaðgerðum og stutt rannsóknir á eyðni. Hann hefur verið gerður útlægur frá Kína vegna baráttu sinnar í þágu mannréttinda í Tíbet. Hann var fyrir tilviljun á Ítalíu í vikunni þegar hann sá fréttir um vandræði bátsins, setti sig í samband við spænsku góðgerðasamtökin Open Arms og spurði þau hvað hann gæti gert. Þetta sagði talskona samtakanna í samtali við fréttastofu AP. Tveimur dögum síðar var Gere mættur til Lampedusa og aðstoðaði við að flytja birgðir um borð í skipið. „Það mikilvægasta fyrir þetta fólk er að komast að opinni höfn, komast af bátnum og í land og hefja nýtt líf,“ sagði Gere og hvatti alþjóðasamfélagið að „vinsamlegast styðja okkur hérna á Open Arms og hjálpa þessu fólki, bræðrum okkar og systrum.“ Önnur Evrópulönd hafa enn ekki svarað beiðni hjálparsamtakanna um að hleypa skipinu í höfn. Alþjóðaflóttamannastofnunin segir 39,289 flóttamenn hafa komið til Evrópu sjóleiðis það sem af er ári sem er um 34 prósentustigum minna en á sama tíma árið 2018. Þar kemur einnig fram að 840 manns hafi látið lífið á leiðinni frá Norður Afríku til Evrópu sjóleiðis í ár.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Malta Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira