Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 08:30 Samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnar í dag. fréttablaðið/Stefán Önnur umræða um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Í framhaldinu fer fram atkvæðagreiðsla um málið en ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæða meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans.Hefði viljað grænni framkvæmd „Við í Viðreisn studdum að sjálfsögðu við þennan sáttmála,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Næstu skref af hálfu borgarinnar séu þau sem snúa að borgarlínu, breyttu skipulagi við Vogabyggð og áform um að setja Miklubraut í stokk. Hvað veggjöldin varðar verði forvitnilegt að fylgjast með þeirri umræðu á Alþingi. Sjálfur sé hann á þeirri skoðun að það sé eðlilegt að þeir sem nýti vegakerfið greiði fyrir það. „Við erum alveg samstíga hér í Reykjavík og það hefur verið náin samvinna með þingflokknum líka í þessu máli,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. Hún kveðst fagna samkomulaginu og segist ekki eiga von á öðru en að Píratar samþykki sáttmálann. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir einhug vera innan flokksins um ágæti samkomulagsins.Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.FBL/Sigtryggur Ari„Ég er algjörlega fylgjandi þessu, sérstaklega þá er ég að tala um borgarlínuna,“ segir Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún viðurkennir þó að pakkinn myndi eflaust líta öðruvísi út ef hún hefði gert hann ein. Sjálf sé hún ekki stuðningsmaður Sundabrautar og hún hefði viljað sjá „grænni framkvæmd.“ Aftur á móti sé um mikið framfaraskref að ræða heilt yfir og er samkomulagið stór áfangi að hennar mati einkum í ljósi þess að sex sveitarfélög og ríkið eiga aðild að því.Efasemdir innan minnihlutans Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að flestir ef ekki allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni greiða atkvæði gegn samgöngusáttmálanum, þótt ekki séu þeir allir með sömu áherslur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og kunni því að greiða atkvæði á ólkíkum forsendum. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, hefur til að mynda sagt verk að vinna að ná sátt um sáttmálann. Enn eigi margt eftir að útfæra þótt annað sé af hinu góða. „Það er mörgum spurningum ósvarað og þeim virðist frekar fjölga, ósvöruðu spurningunum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn samgöngusáttmálanum. „Þetta plagg er algjörlega óútfært,“ segir Vigdís. Hún kveðst ekki hafa fengið nein skýr svör um útfærslu og framkvæmd þegar eftir því hafi verið leitað. Þá geti hún engan veginn fallist á hugmyndir um veggjöld. „Ég get ekki tekið þátt í því að það eigi að sækja 50-60 milljarða í vasa þeirra sem kjósa að ferðast á einkabílnum,“ segir Vigdís sem kveðst einnig óhress með að Sundabraut sé ekki ótvíræður hluti af samkomulaginu auk þess sem óvissa sé að hennar mati um hvernig borgarlínuverkefnið verði útfært. „Þetta er algjör óvissuferð á kostnað skattgreiðenda,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi.Fréttablaðið/anton brinkKolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur að sama skapi lýst efasemdum um samgöngusáttmálann en í fyrstu umræðu um málið, á fundi borgarstjórnar fyrir tveimur vikum, sakaði hún borgarfulltrúa til að mynda um vanþekkingu á samgöngumálum.Sjá einnig: Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist hugsanlega vera tilbúna að styðja samgöngusáttmálann en þó með ákveðnum fyrirvörum. Ólíklegt verður að teljast að borgarstjórn fallist á alla þá fyrirvara. Sósíalistar leggja fram viðaukatillögu við sáttmálann þar sem tíundaðir eru þrír fyrirvarar. Í fyrsta lagi að fallið verði frá öllum fyrirætlunum um veggjöld, hvaða nafni svo sem þau kunna að nefnast. Í öðru lagi að Keldnaland verði ekki selt hæstbjóðenda heldur verði því úthlutað til einhvers eða einhverra sem hafi áhuga á að byggja þar húsnæði, og í þriðja lagi að lagt verði meira í borgarlínu og uppbyggingu almenningssamgangna. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. 10. október 2019 08:39 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Önnur umræða um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Í framhaldinu fer fram atkvæðagreiðsla um málið en ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæða meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans.Hefði viljað grænni framkvæmd „Við í Viðreisn studdum að sjálfsögðu við þennan sáttmála,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Næstu skref af hálfu borgarinnar séu þau sem snúa að borgarlínu, breyttu skipulagi við Vogabyggð og áform um að setja Miklubraut í stokk. Hvað veggjöldin varðar verði forvitnilegt að fylgjast með þeirri umræðu á Alþingi. Sjálfur sé hann á þeirri skoðun að það sé eðlilegt að þeir sem nýti vegakerfið greiði fyrir það. „Við erum alveg samstíga hér í Reykjavík og það hefur verið náin samvinna með þingflokknum líka í þessu máli,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. Hún kveðst fagna samkomulaginu og segist ekki eiga von á öðru en að Píratar samþykki sáttmálann. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir einhug vera innan flokksins um ágæti samkomulagsins.Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.FBL/Sigtryggur Ari„Ég er algjörlega fylgjandi þessu, sérstaklega þá er ég að tala um borgarlínuna,“ segir Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún viðurkennir þó að pakkinn myndi eflaust líta öðruvísi út ef hún hefði gert hann ein. Sjálf sé hún ekki stuðningsmaður Sundabrautar og hún hefði viljað sjá „grænni framkvæmd.“ Aftur á móti sé um mikið framfaraskref að ræða heilt yfir og er samkomulagið stór áfangi að hennar mati einkum í ljósi þess að sex sveitarfélög og ríkið eiga aðild að því.Efasemdir innan minnihlutans Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að flestir ef ekki allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni greiða atkvæði gegn samgöngusáttmálanum, þótt ekki séu þeir allir með sömu áherslur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu og kunni því að greiða atkvæði á ólkíkum forsendum. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, hefur til að mynda sagt verk að vinna að ná sátt um sáttmálann. Enn eigi margt eftir að útfæra þótt annað sé af hinu góða. „Það er mörgum spurningum ósvarað og þeim virðist frekar fjölga, ósvöruðu spurningunum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar að greiða atkvæði gegn samgöngusáttmálanum. „Þetta plagg er algjörlega óútfært,“ segir Vigdís. Hún kveðst ekki hafa fengið nein skýr svör um útfærslu og framkvæmd þegar eftir því hafi verið leitað. Þá geti hún engan veginn fallist á hugmyndir um veggjöld. „Ég get ekki tekið þátt í því að það eigi að sækja 50-60 milljarða í vasa þeirra sem kjósa að ferðast á einkabílnum,“ segir Vigdís sem kveðst einnig óhress með að Sundabraut sé ekki ótvíræður hluti af samkomulaginu auk þess sem óvissa sé að hennar mati um hvernig borgarlínuverkefnið verði útfært. „Þetta er algjör óvissuferð á kostnað skattgreiðenda,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi.Fréttablaðið/anton brinkKolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur að sama skapi lýst efasemdum um samgöngusáttmálann en í fyrstu umræðu um málið, á fundi borgarstjórnar fyrir tveimur vikum, sakaði hún borgarfulltrúa til að mynda um vanþekkingu á samgöngumálum.Sjá einnig: Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist hugsanlega vera tilbúna að styðja samgöngusáttmálann en þó með ákveðnum fyrirvörum. Ólíklegt verður að teljast að borgarstjórn fallist á alla þá fyrirvara. Sósíalistar leggja fram viðaukatillögu við sáttmálann þar sem tíundaðir eru þrír fyrirvarar. Í fyrsta lagi að fallið verði frá öllum fyrirætlunum um veggjöld, hvaða nafni svo sem þau kunna að nefnast. Í öðru lagi að Keldnaland verði ekki selt hæstbjóðenda heldur verði því úthlutað til einhvers eða einhverra sem hafi áhuga á að byggja þar húsnæði, og í þriðja lagi að lagt verði meira í borgarlínu og uppbyggingu almenningssamgangna.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. 10. október 2019 08:39 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. 10. október 2019 08:39
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05