Nýtt merki Vegagerðarinnar úr kolli Hallgríms Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Hallgrímur Helgason er sonur fyrrverandi vegamálastjóra Getty/Ralph Orlowski Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin
Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira