Innlent

Stúdentar framkvæmdu gjörninga á Austurvelli

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhjúpaði í dag „táknrænan söfnunarbauk" á Austurvelli í dag, á alþjóðlegum baráttudegi stúdenta. Um var að ræða lið í herferð stúdentaráðs gegn niðurskurði í fjárframlögum til menntakerfisins. Stúdentar söfnuðust saman á Austurvelli og afhentu þingmönnum afrit af skýrslu SHÍ um leið og einskonar gjörningur var framkvæmdur eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Skýrsluna má nálgast á www.verjummenntun.is ásamt nánari upplýsingum um herferð SHÍ.

Vegfarendur eru hvattir til að styrkja Háskólann með fjárframlagi í formi klinks.

Myndskeiðið hér að ofan er að nemendum í Félagi framhaldsskóla nema.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×