Innlent

Hundruð milljóna lækkun á framlögum til lögreglunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur þurft að þola mikinn niðurskurð á undanförnum árum.
Lögreglan hefur þurft að þola mikinn niðurskurð á undanförnum árum.
Frá árinu 2007 hafa fjárframlög til lögreglunnar á Íslandi verið skorin niður um 380 milljónir króna, sagði Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag.

Hann sagði að niðurskurðurinn hefði verið 22 milljónir á árinu 2008, 155 milljónir á árinu 2009 og 205 milljónir á árinu 2010. „Niðurskurðurinn á komandi ári nemur 5,4% sem að jafngildir 170 milljónum króna," sagði Ögmundur. Hann benti þó á að niðurskurðurinn á fjárframlögum til lögreglunnar hefði verið minni en niðurskurðurinn á framlögum til almennra stjórnsýslustofnana.

Það var Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem var málshefjandi í umræðunum. Þingmenn úr öllum flokkum lögðu orð í belg. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að starfsemi lögreglunnar væri engin munaður sem fólk gæti leyft sér. Um væri að ræða grundvallarþjónustu í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×