Innlent

Þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil þoka hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Það hefur valdið röskunum á flugi. Þessi mynd er tekin á Vatnsenda. Mynd/ Haukur Sigurðsson.
Mikil þoka hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Það hefur valdið röskunum á flugi. Þessi mynd er tekin á Vatnsenda. Mynd/ Haukur Sigurðsson.
Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var að koma frá Akureyri síðdegis þurfti að lenda í Keflavík í stað þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Að öðru leyti hefur flug gengið fyrir sig samkvæmt venju i dag. Allar vélar sem áætlað var að færu frá Reykjavík í dag hafa komist í loftið. Gert er ráð fyrir að flugvélar frá Kulusuk, Ísafirði og Egilsstöðum lendi í Reykjavík um fimmleytið en sú áætlun gæti mögulega raskast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×